Erlent

Hinn 27 ára Vanopslagh nýr for­maður Frjáls­lynda banda­lagsins

Atli Ísleifsson skrifar
Alex Vanopslagh hefur að undanförnu átt sæti í borgarstjórn Kaupmannahafnar.
Alex Vanopslagh hefur að undanförnu átt sæti í borgarstjórn Kaupmannahafnar. Liberal Alliance

Alex Vanopslagh hefur tekið við sem nýr formaður Frjálslynda bandalagsins (Liberal Alliances) í Danmörku.

Hinn 27 ára Vanopslagh tekur við formannsembætti af Anders Samuelsen, sem gegndi embætti utanríkisráðherra í fráfarandi ríkisstjórn Lars Løkke Rasmussen og missti þingsæti sitt í nýafstöðnum kosningum.

Flokkurinn greindi frá valinu á nýjum formanni í fréttatilkynningu í morgun. Þar er haft eftir Vanopslagh að flokkurinn eigi mikið verk fyrir höndum en hann galt afhroð í kosningunum og fékk einungis fjóra menn kjörna.

Vanopslagh er fyrrverandi formaður ungliðadeildar flokksins og á sæti í borgarstjórn Kaupmannahafnar.

Rauðu flokkarnir tryggðu sér meirihluta í dönsku þingkosningunum sem fram fóru á miðvikudaginn. Hefur Mette Frederiksen, formaður Jafnaðarmannaflokksins, sagst stefna að því að mynda eins flokks minnihlutastjórn sem myndi njóta stuðnings annarra flokka á vinstri væng stjórnmálanna. Stjórnarmyndunarviðræður Frederiksen hófust síðastliðinn föstudag.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.