Formlegt samstarf um eldsvoða á sjó ekki til staðar Sveinn Arnarsson skrifar 31. maí 2019 08:15 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Anton Brink Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir ramma skorta utan um eldsvoða úti á rúmsjó í íslenskri landhelgi. Ekkert formlegt samstarf eða samkomulag er milli slökkviliðsmanna og Landhelgisgæslunnar.Jón Viðar ræddi þessa stöðu við Sjómannadagsblaðið 2019 sem kom út í vikunni. Þar fór hann yfir stöðu brunavarna á sjó og hvernig samskiptum slökkviliðs og annarra viðbragðsaðila er háttað.Í upphafi tíunda áratugarins kom upp eldur í ferjunni Scandinavian star sem olli því að á annað hundrað manns létu lífið í bruna úti á rúmsjó. Eftir það slys settu Norðurlandaþjóðirnar upp viðbragðshópa og formgerðu samstarf sín á milli. Aðrar Evrópuþjóðir hafa gert slíkt hið sama. Íslendingar hafa jafnframt skrifað undir samkomulag þess efnis að setja saman viðbragðshópa og formgera samstarf um eldsvoða á rúmsjó. Jón Viðar segir hins vegar það samstarf ekki vera til á pappírunum. „Gert var samkomulag um þessa hluti árið 2009 eða fyrir um áratug síðan. Hins vegar hafa björgunaraðgerðir af þessu tagi ekki verið gerðar formlegar milli ríkis og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins,“ segir Jón Viðar. „Við höfum talað við Landhelgisgæsluna um að samningur yrði gerður um þessi málefni. Hér er um hættuleg verkefni að ræða og við myndum því senda menn í slík verkefni án þess að samningur liggi fyrir. Það verður að segjast að er nokkuð slæm staða að vera í.“ Umferð stórra skipa hefur aukist síðustu ár í íslenskri landhelgi og á yfirráðasvæði Íslendinga. Því er að mati slökkviliðsins mikilvægt að setja niður samning sem þennan. Ef eldur kæmi upp í stóru skemmtiferðaskipi við Íslandsstrendur er ljóst að mikil áhætta gæti skapast á skömmum tíma. Ferðamönnum sem koma hingað til lands á skemmtiferðaskipum hefur að sama skapi fjölgað mikið og hefur skipakomum sem þessum fjölgað í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri svo dæmi séu tekin. Jón Viðar bendir á að Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sé ekki að biðja um aukið fé heldur aðeins að mannskapurinn fái til þess þjálfun sem svo sérhæfð slökkvistörf þarfnist. Sjávarútvegur Slökkvilið Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Sjá meira
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir ramma skorta utan um eldsvoða úti á rúmsjó í íslenskri landhelgi. Ekkert formlegt samstarf eða samkomulag er milli slökkviliðsmanna og Landhelgisgæslunnar.Jón Viðar ræddi þessa stöðu við Sjómannadagsblaðið 2019 sem kom út í vikunni. Þar fór hann yfir stöðu brunavarna á sjó og hvernig samskiptum slökkviliðs og annarra viðbragðsaðila er háttað.Í upphafi tíunda áratugarins kom upp eldur í ferjunni Scandinavian star sem olli því að á annað hundrað manns létu lífið í bruna úti á rúmsjó. Eftir það slys settu Norðurlandaþjóðirnar upp viðbragðshópa og formgerðu samstarf sín á milli. Aðrar Evrópuþjóðir hafa gert slíkt hið sama. Íslendingar hafa jafnframt skrifað undir samkomulag þess efnis að setja saman viðbragðshópa og formgera samstarf um eldsvoða á rúmsjó. Jón Viðar segir hins vegar það samstarf ekki vera til á pappírunum. „Gert var samkomulag um þessa hluti árið 2009 eða fyrir um áratug síðan. Hins vegar hafa björgunaraðgerðir af þessu tagi ekki verið gerðar formlegar milli ríkis og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins,“ segir Jón Viðar. „Við höfum talað við Landhelgisgæsluna um að samningur yrði gerður um þessi málefni. Hér er um hættuleg verkefni að ræða og við myndum því senda menn í slík verkefni án þess að samningur liggi fyrir. Það verður að segjast að er nokkuð slæm staða að vera í.“ Umferð stórra skipa hefur aukist síðustu ár í íslenskri landhelgi og á yfirráðasvæði Íslendinga. Því er að mati slökkviliðsins mikilvægt að setja niður samning sem þennan. Ef eldur kæmi upp í stóru skemmtiferðaskipi við Íslandsstrendur er ljóst að mikil áhætta gæti skapast á skömmum tíma. Ferðamönnum sem koma hingað til lands á skemmtiferðaskipum hefur að sama skapi fjölgað mikið og hefur skipakomum sem þessum fjölgað í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri svo dæmi séu tekin. Jón Viðar bendir á að Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sé ekki að biðja um aukið fé heldur aðeins að mannskapurinn fái til þess þjálfun sem svo sérhæfð slökkvistörf þarfnist.
Sjávarútvegur Slökkvilið Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Sjá meira