Handbolti

Allir krakkarnir í vínrauðu í tilefni dagsins á Selfossi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Krakkarnir í Sunnulækjarskóla tóku lagið og hópuðu: Áfram Selfoss!
Krakkarnir í Sunnulækjarskóla tóku lagið og hópuðu: Áfram Selfoss! mynd/skjáskot
Stemningin á Selfossi er ævintýraleg fyrir stórleik kvöldsins þegar að Selfoss tekur á móti deildarmeisturum Hauka í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Olís-deildar karla í handbolta en staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Selfoss eftir ótrúlegan endurkomusigur í þriðja leiknum á Ásvöllum.Upphitun Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD hefst klukkan 18.45 en leikurinn verður flautaður á klukkan 19.30.Selfyssingar, sem töpuðu leik tvö á heimavelli, voru mest fimm mörkum undir í síðasta leik, 26-21, þegar að tæpar tíu mínútur voru eftir en þeir skoruðu þá fimm mörk í röð, jöfnuðu metin og unnu svo leikinn í framlengingu.Lærisveinar Patreks Jóhannessonar eru því í þeirri stöðu í kvöld að geta unnið Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli en Selfoss hefur aldrei unnið titil í handbolta eða yfir höfuð í þremur stóru boltagreinunum, hvort sem um ræðir í karla eða kvennaflokki.

Forsala miða hófst í gærkvöldi klukkan 18.00 en röð var byrjuð að myndast ríflega klukkustund áður enda aðeins 600 miðar í boði fyrir Selfyssinga. Hleðsluhöllin tekur aðeins 750 manns og þurfa Haukarnir að fá sína 150 miða.Í dag eru allir í vínrauðu, Selfosslitunum, á Selfossi og búið er að flagga um allan bæ. Íbúar bæjarins eru meira en klárir í að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil og hvað þá að horfa upp þetta skemmtilega lið klára dæmið á heimavelli í kvöld.Krakkarnir í Sunnulækjarskóla eru heldur betur spenntir en þar mættu allir í vínrauðu í dag en krökkunum var safnað saman í skólanum þar sem lagið var tekið og svo öskruðu allir: „Áfram, Selfoss!“Skemmtilegt myndband frá þessari samverustund krakkanna má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.