Handbolti

Svona var röðin er Selfyssingar opnuðu miðasöluna fyrir leikinn á morgun

Anton Ingi Leifsson skrifar
Röðin í dag.
Röðin í dag. mynd/einar sindri
Það er mikil ásókn í miðana á leik Selfoss og Hauka í fjórða leik úrslitaeinvígisins í Olís-deild karla en Selfoss getur tryggt sér titilinn annað kvöld.Hleðsluhöllin tekur einungis 750 manns í sæti og Haukarnir fá 150 miða. Því voru einungis 600 miðar í sölu fyrir Selfyssinga en forsalan hófst klukkan 18.00 í dag.Sjá einnig:Baráttan um miðana á Selfossi hefst í kvöld: Aðeins 600 geta upplifað drauminnÞað var byrjað að myndast myndarleg röð klukkan 17.00 og þegar ljósmyndari bar að garði rétt fyrir klukkan sex var röðin lengst út úr Hleðsluhöllinni.Það verður því stöppuð höll annað kvöld en Selfyssingar eru 2-1 yfir í einvíginu. Þeir geta því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn annað kvöld og því vilja flestir Selfyssingar ekki missa af.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.