Nær einhver að stöðva sigurgöngu heimsmeistarans í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2019 14:00 Michael van Gerwen og Daryl Gurney með bikarinn sem keppt verður um í kvöld. Þeir mætast í fyrri undanúrslitaviðureigninni. Mynd/PDC Úrslitin ráðast í kvöld í úrvalsdeildinni í pílu þegar undanúrslitin og úrslitaleikurinn fara fram í O2 höllinni í London. Hægt verður að fylgjast með veislunni í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Hollendingurinn og heimsmeistarinn Michael van Gerwen hefur titil að verja en hann hefur unnið úrvalsdeildina þrjú ár í röð og í fimm skipti alls.Today is the day... We can't wait for the @Unibet Premier League Play-Offs to get underway tonight! pic.twitter.com/2P0HzAHbQz — PDC Darts (@OfficialPDC) May 23, 2019Mótherji Michael van Gerwen í undanúrslitunum í kvöld er aftur á móti pílari sem var með tak á heimsmeistaranum í deildarkeppninni. Norður-Írinn Daryl Gurney vann nefnilega báða innbyrðis leiki þeirra á tímabilinu. Viðureign þeirra er fyrri undanúrslitaleikur kvöldsins. „Daryl spilaði mjög vel í síðustu tvö skipti sem við höfum mæst en ég hef alltaf trú á sjálfum mér,“ sagði Michael van Gerwen. „Þetta er lengra keppnisfyrirkomulag en ég verð að spila vel. Það er allt annað að spila upp í tíu og pressan verður á hans herðum,“ sagði Van Gerwen. Í undanúrslitunum þarf að vinna tíu hrinur til að komast áfram og svo þarf að vinna ellefu til að vinna úrslitaleikinn. Í allir deildarkeppninni var nóg að vinna sjö hrinur. „Það væri stórkostlegt að vinna úrvalsdeildina í fimmta sinn og úrslitakvöldið er alltaf mjög sérstakt kvöld. Við erum búnir að spila í sextán vikur og nú er þetta upp á líf eða dauða. Það er allt eða ekkert. Ég verð að passa upp á það að mæta einbeittur til leiks því þetta skiptir mig miklu máli,“ sagði Van Gerwen.Hear from reigning champion Michael van Gerwen ahead of his bid for a fifth @Unibet Premier League title... pic.twitter.com/SD9LGOWAdK — PDC Darts (@OfficialPDC) May 22, 2019 Daryl Gurney er númer þrjú á heimslistanum og því erfiður andstæðingur fyrir heimsmeistarann. „Ég er mjög ánægður með að komast alla leið í O2 höllina. Þarna er draumur að rætast og allt mögulegt,“ sagði Daryl Gurney. „Það eru líklega minnstu líkurnar á því að ég vinni af þessum fjórum sem eru eftir en það truflar mig ekki að vera í þeirri stöðu því ég veit hvað ég get,“ sagði Daryl Gurney. „Þegar pressan er mest á mér þá spila ég vanalega best. Ég fer upp á annað stig þegar ég bæti bestu pílurum í heimi og ég mun reyna að endurtaka það í London,“ sagði Gurney. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast þeir Rob Cross og James Wade. James Wade vann 8-6 þegar þeir mættust í síðustu viku og kom um leið í veg fyrir að Cross yrði efstu í deildarkeppninni. Wade hefur ekki komist í úrslitakeppnina í sex ár. „Það er langt síðan að ég hef verið í úrslitunum en ég er búinn að spila svo lengi sem atvinnumaður að pressan ætti ekki að trufla mig,“ sagði James Wade.He's back in the Play-Offs for the first time in six years... Hear from James Wade as he prepares to walk away with the @Unibet Premier League title for a second time pic.twitter.com/N0QxQM5DTp — PDC Darts (@OfficialPDC) May 23, 2019„Ég býst við því að komast í úrslitaleikinn og það væri líka gaman að vinna hann. Leikurinn á móti Rob í síðustu viku segir ekkert. Það var ekki leikur upp á líf eða dauða en ég hafði af honum 25 þúsund pund sem ætti að vera bensín fyrir hann. Ég verð tilbúinn,“ sagði Wade. Rob Cross tapaði í undanúrslitunum á móti Michael van Gerwen í fyrra. Pílukast Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Sjá meira
Úrslitin ráðast í kvöld í úrvalsdeildinni í pílu þegar undanúrslitin og úrslitaleikurinn fara fram í O2 höllinni í London. Hægt verður að fylgjast með veislunni í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Hollendingurinn og heimsmeistarinn Michael van Gerwen hefur titil að verja en hann hefur unnið úrvalsdeildina þrjú ár í röð og í fimm skipti alls.Today is the day... We can't wait for the @Unibet Premier League Play-Offs to get underway tonight! pic.twitter.com/2P0HzAHbQz — PDC Darts (@OfficialPDC) May 23, 2019Mótherji Michael van Gerwen í undanúrslitunum í kvöld er aftur á móti pílari sem var með tak á heimsmeistaranum í deildarkeppninni. Norður-Írinn Daryl Gurney vann nefnilega báða innbyrðis leiki þeirra á tímabilinu. Viðureign þeirra er fyrri undanúrslitaleikur kvöldsins. „Daryl spilaði mjög vel í síðustu tvö skipti sem við höfum mæst en ég hef alltaf trú á sjálfum mér,“ sagði Michael van Gerwen. „Þetta er lengra keppnisfyrirkomulag en ég verð að spila vel. Það er allt annað að spila upp í tíu og pressan verður á hans herðum,“ sagði Van Gerwen. Í undanúrslitunum þarf að vinna tíu hrinur til að komast áfram og svo þarf að vinna ellefu til að vinna úrslitaleikinn. Í allir deildarkeppninni var nóg að vinna sjö hrinur. „Það væri stórkostlegt að vinna úrvalsdeildina í fimmta sinn og úrslitakvöldið er alltaf mjög sérstakt kvöld. Við erum búnir að spila í sextán vikur og nú er þetta upp á líf eða dauða. Það er allt eða ekkert. Ég verð að passa upp á það að mæta einbeittur til leiks því þetta skiptir mig miklu máli,“ sagði Van Gerwen.Hear from reigning champion Michael van Gerwen ahead of his bid for a fifth @Unibet Premier League title... pic.twitter.com/SD9LGOWAdK — PDC Darts (@OfficialPDC) May 22, 2019 Daryl Gurney er númer þrjú á heimslistanum og því erfiður andstæðingur fyrir heimsmeistarann. „Ég er mjög ánægður með að komast alla leið í O2 höllina. Þarna er draumur að rætast og allt mögulegt,“ sagði Daryl Gurney. „Það eru líklega minnstu líkurnar á því að ég vinni af þessum fjórum sem eru eftir en það truflar mig ekki að vera í þeirri stöðu því ég veit hvað ég get,“ sagði Daryl Gurney. „Þegar pressan er mest á mér þá spila ég vanalega best. Ég fer upp á annað stig þegar ég bæti bestu pílurum í heimi og ég mun reyna að endurtaka það í London,“ sagði Gurney. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast þeir Rob Cross og James Wade. James Wade vann 8-6 þegar þeir mættust í síðustu viku og kom um leið í veg fyrir að Cross yrði efstu í deildarkeppninni. Wade hefur ekki komist í úrslitakeppnina í sex ár. „Það er langt síðan að ég hef verið í úrslitunum en ég er búinn að spila svo lengi sem atvinnumaður að pressan ætti ekki að trufla mig,“ sagði James Wade.He's back in the Play-Offs for the first time in six years... Hear from James Wade as he prepares to walk away with the @Unibet Premier League title for a second time pic.twitter.com/N0QxQM5DTp — PDC Darts (@OfficialPDC) May 23, 2019„Ég býst við því að komast í úrslitaleikinn og það væri líka gaman að vinna hann. Leikurinn á móti Rob í síðustu viku segir ekkert. Það var ekki leikur upp á líf eða dauða en ég hafði af honum 25 þúsund pund sem ætti að vera bensín fyrir hann. Ég verð tilbúinn,“ sagði Wade. Rob Cross tapaði í undanúrslitunum á móti Michael van Gerwen í fyrra.
Pílukast Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Sjá meira