Fótbolti

Bayern vann tvennuna eftir bikarsigur á Leipzig

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bæjarar fagna titlinum í kvöld.
Bæjarar fagna titlinum í kvöld. vísir/getty

Bayern München er tvöfaldur meistari í Þýskalandi eftir að liðið vann 3-0 sigur á RB Leipzig í úrslitaleik þýska bikarsins fyrr í dag.

Sigurinn kom viku eftir að Bayern varð þýskur meistari en lengi vel var liðið vel á eftir Dortmund. Titilinn fór þá að endingu til Bæjaralands, eins og undanfarin ár.

Robert Lewandowski kom Bayern yfir á 29. mínútu og þannig stóðu leikar allt þangað til á 78. mínútu er Kingsley Coman tvöfaldaði forystuna.

Pólverjinn magnaði, Robert Lewandowski, skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark Bayern fimm mínútum fyrir leikslok og 3-0 sigur Bayern lokatölur.

Því enn einn bikarinn í húsi hjá Bayern en þeir bættu upp fyrir bikartapið í fyrra er þeir töpuðu úrslitaleiknum gegn Eintraht Frankfurt.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.