Bjössi: Partýið er annars staðar en hérna í augnablikinu Guðlaugur Valgeirsson skrifar 26. maí 2019 21:44 Ólafur Jóhannesson lét Sigurbjörn Hreiðarsson sjá um viðtölin í kvöld vísir/vilhelm Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals mætti í viðtal eftir leik en hann var svekktur eftir tap sinna manna í kvöld. Hann sagði sína menn ekki hafa verið nógu góðir. „Við vorum bara ekki nógu góðir, svo einfalt er það. Þeir vildu þetta bara meira en við og náðu þessu marki en við reyndum skorum 2 mörk sem voru tekin af okkur sem voru lögleg og það er alveg ljóst á þessu Íslandsmóti að það skiptir máli að skora fyrsta markið í þessum leikjum.” „Það skilur á milli í þessu. Ef þú kemst yfir þá getur verið erfitt að koma til baka. Við gerðum ekki nóg.” Miðað við endursýningar voru þetta rangar dómar í báðum þessum mörkum sem Valur skoraði í fyrri hálfleik, Bjössi sagði að það væri því miður ekkert hægt að gera í því núna. „Það er ekkert hægt að breyta því núna en auðvitað er það svekkjandi en það er bara eins og það er. Þetta er fúlt, sérstaklega að tapa og við þurfum að átta okkur á því að við erum ekki að spila nógu vel.” Hann var klár á því að Valsmenn hefðu átt að fá víti þegar Andri Adolphsson fór niður í teig Blika. „Það var víti, alveg klárt. En við fengum á okkur mark hérna sem við hefðum getað komið í veg fyrir. Dómararnir eru mismunandi, það er bara eins og það er en það er mjög stórt að það sé tekið af okkur 2 mörk. Við þurfum bara að hugsa um okkur sjálfa og gera betur.” Hann var svekktur yfir markinu sem þeir fengu á sig og sagði að þeir verði að gera betur í varnarleiknum í svona stöðu. „Ég þarf að skoða það aftur en auðvitað er maður svekktur yfir því að fá á sig svona mark, það segir sig sjálft og að tapa með því marki er leiðinlegt. Við vorum bara ekki nógu góðir í kvöld.” Bjössi viðurkenndi að hann hefði áhyggjur af stöðu mála og að Valur væri bara í fallbaráttu eins og staðan er í dag. „Við erum bara í fallbaráttu eins og staðan er núna. Það er bara eitthvað sem við þurfum að glíma við og díla við. Partýið er annars staðar en hérna í augnablikinu og við þurfum að bíta í skjaldarendur og gera betur. Vippa aðeins kassanum út og spila betur.” Valur fær núna vikufrí fyrir næsta deildarleik en þeir mæta Stjörnunni næstkomandi sunnudag. Bjössi sagðist þó ekki þiggja vikufrí því hann vilji helst spila aftur á eftir. „Ég væri til í að spila á eftir, næsta leik. Það er ömurlegt að bíða í viku eftir næsta leik en það er eins og það er. Við þurfum bara að nota þessa viku og gera þetta eins og menn. Það þýðir ekkert að væla yfir þessu, svona er bara staðan og við verðum að fara gera hlutina betur,” sagði Sigurbjörn að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur 0-1 Breiðablik | Vandræði Valsara halda áfram Hvorki gengur né rekur hjá Íslandsmeisturum Vals og þeir töpuðu enn einum leiknum þegar Breiðablik kom í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld. 26. maí 2019 22:00 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals mætti í viðtal eftir leik en hann var svekktur eftir tap sinna manna í kvöld. Hann sagði sína menn ekki hafa verið nógu góðir. „Við vorum bara ekki nógu góðir, svo einfalt er það. Þeir vildu þetta bara meira en við og náðu þessu marki en við reyndum skorum 2 mörk sem voru tekin af okkur sem voru lögleg og það er alveg ljóst á þessu Íslandsmóti að það skiptir máli að skora fyrsta markið í þessum leikjum.” „Það skilur á milli í þessu. Ef þú kemst yfir þá getur verið erfitt að koma til baka. Við gerðum ekki nóg.” Miðað við endursýningar voru þetta rangar dómar í báðum þessum mörkum sem Valur skoraði í fyrri hálfleik, Bjössi sagði að það væri því miður ekkert hægt að gera í því núna. „Það er ekkert hægt að breyta því núna en auðvitað er það svekkjandi en það er bara eins og það er. Þetta er fúlt, sérstaklega að tapa og við þurfum að átta okkur á því að við erum ekki að spila nógu vel.” Hann var klár á því að Valsmenn hefðu átt að fá víti þegar Andri Adolphsson fór niður í teig Blika. „Það var víti, alveg klárt. En við fengum á okkur mark hérna sem við hefðum getað komið í veg fyrir. Dómararnir eru mismunandi, það er bara eins og það er en það er mjög stórt að það sé tekið af okkur 2 mörk. Við þurfum bara að hugsa um okkur sjálfa og gera betur.” Hann var svekktur yfir markinu sem þeir fengu á sig og sagði að þeir verði að gera betur í varnarleiknum í svona stöðu. „Ég þarf að skoða það aftur en auðvitað er maður svekktur yfir því að fá á sig svona mark, það segir sig sjálft og að tapa með því marki er leiðinlegt. Við vorum bara ekki nógu góðir í kvöld.” Bjössi viðurkenndi að hann hefði áhyggjur af stöðu mála og að Valur væri bara í fallbaráttu eins og staðan er í dag. „Við erum bara í fallbaráttu eins og staðan er núna. Það er bara eitthvað sem við þurfum að glíma við og díla við. Partýið er annars staðar en hérna í augnablikinu og við þurfum að bíta í skjaldarendur og gera betur. Vippa aðeins kassanum út og spila betur.” Valur fær núna vikufrí fyrir næsta deildarleik en þeir mæta Stjörnunni næstkomandi sunnudag. Bjössi sagðist þó ekki þiggja vikufrí því hann vilji helst spila aftur á eftir. „Ég væri til í að spila á eftir, næsta leik. Það er ömurlegt að bíða í viku eftir næsta leik en það er eins og það er. Við þurfum bara að nota þessa viku og gera þetta eins og menn. Það þýðir ekkert að væla yfir þessu, svona er bara staðan og við verðum að fara gera hlutina betur,” sagði Sigurbjörn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur 0-1 Breiðablik | Vandræði Valsara halda áfram Hvorki gengur né rekur hjá Íslandsmeisturum Vals og þeir töpuðu enn einum leiknum þegar Breiðablik kom í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld. 26. maí 2019 22:00 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
Leik lokið: Valur 0-1 Breiðablik | Vandræði Valsara halda áfram Hvorki gengur né rekur hjá Íslandsmeisturum Vals og þeir töpuðu enn einum leiknum þegar Breiðablik kom í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld. 26. maí 2019 22:00