Körfubolti

Martin með 17 stig að meðaltali og 50% þriggja stiga nýtingu í úrslitakeppninni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin byrjar úrslitakeppnina í Þýskalandi með trompi.
Martin byrjar úrslitakeppnina í Þýskalandi með trompi. vísir/getty
Martin Hermannsson lék afar vel fyrir Alba Berlin þegar liðið sló ratiopharm Ulm úr leik, 3-0, í 8-liða úrslitum þýsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta.

Í leikjunum þremur gegn ratiopharm Ulm var Martin með 17 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali.

Martin var með 67% skotnýtingu inni í teig í leikjunum gegn ratiopharm Ulm og 50% skotnýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna.

Í undanúrslitunum mætir Alba Berlin EWE Baskets Oldenburg. Líkt og í 8-liða úrslitunum þarf að vinna þrjá leiki til að komast áfram.

Í deildakeppninni, þar sem Alba Berlin lenti í 3. sæti, var Martin með 11,7 stig og 3,6 stoðsendingar að meðaltali í leik og 50% skotnýtingu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×