Körfubolti

Sigur í fyrsta leik úrslitakeppninnar hjá Martin

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Martin hefur átt stórgott fyrsta tímabil með Alba Berlin
Martin hefur átt stórgott fyrsta tímabil með Alba Berlin vísir/getty

Martin Hermannsson og félagar í þýska liðinu Alba Berlin tóku forystu í einvígi sínu við Ratiopharm Ulm í 8-liða úrslitum þýsku Bundesligunnar í körfubolta.

Alba lenti í þrijða sæti deildarinnar og spilar því við liðið í sjötta sæti í 8-liða úrslitunum og er með heimaleikjarétt í einvíginu.

Martin skoraði 14 stig í 107-78 sigri Berlínarliðsins en heimamenn voru með yfirhöndina í leiknum allan tímann. Gestirnir unnu þriðja leikhluta með einu stigi, en það kom ekki að sök því Alba leiddi 60-43 í hálfleik.

Liðin mætast öðru sinni á þriðjudag, 21. maí, á heimavelli Ulm. Það lið sem fyrst vinnur þrjá leiki fer í undanúrslit.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.