Körfubolti

Martin næst stigahæstur og Alba komið í undanúrslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Martin í leik með Alba.
Martin í leik með Alba. vísir/getty
Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru komin í undanúrslit þýsku úrvalsdeildarinnar eftir sigur á Ratiopharm Ulm í dag. Lokatölur 100-83 fyrir Alba Berlín.

Berlín var þremur stigum undir eftir fyrsta leikhlutann en náðu sér á strik í öðrum leikhlutanum. Þeir keyrðu svo yfir gestina í síðari hálfleik.

Martin skoraði fjórtán stig fyrir Alba og var næst stigahæstur. Martin gaf að auki fimm stoðsendingar og tók tvö fráköst. Flottur leikur hjá honum.

Berlín tapaði úrslitarimmunni á síðustu leiktíð gegn Bayern Munchen 3-2 en eru nú komnir skrefi nær úrslitaeinvíginu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.