Körfubolti

Martin frábær í sigri Alba

Anton Ingi Leifsson skrifar
Martin í leik með Alba.
Martin í leik með Alba. vísir/getty

Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru komnir í 2-0 í átta liða úrslitaeinvíginu gegn Ulm. Þeir eru því sigri frá undanúrslitunum

Alba byrjaði betur og var 23-19 yfir eftir fyrsta leikhlutann og 47-43 yfir í hálfleik. Jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik en Alba vann að lokum með fimmtán stigum, 98-83.

Martin var stigahæstur í liði Alba en hann skoraði 23 stig. Að auki bætti hann við sjö stoðsendingum. Frábær leikur hjá drengnum.

Martin og félagar geta því tryggt sér í undanúrslitin með sigri í þriðja leik liðanna sem fer fram á föstudaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.