Lífið

Áslaug Arna selur fallega íbúð í Stakkholti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Áslaug hefur komið sér vel fyrir í Stakkholtinu.
Áslaug hefur komið sér vel fyrir í Stakkholtinu.
Þingmaðurinn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur sett fallega íbúð sína við Stakkholt á sölu en ásett verð er 46,9 milljónir.Um er að ræða bjarta og vel skipulagða 72 fermetra tveggja herbergja íbúð með góðum svölum til suðausturs á 4. hæð í vel staðsettu og nýlegu fjölbýlishúsi. Mbl greindi fyrst frá.Húsið var byggt árið 2014 og er eitt svefnherbergi í eigninni. Áslaug hefur komið sér vel fyrir eins og sést á meðfylgjandi myndum hér að neðan.

 

Nýlegt fjölbýlishús við Hlemm.
Stofan og eldhúsið eitt stórt og gott rými.
Nýlegt og skemmtilegt eldhús.
Blái Sjálfstæðisflokksliturinn virkar vel í svefnherberginu.
Fínasta baðherbergi.
Svalir til suðausturs.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.