Málflutningur ekki uppbyggilegur Heimir Már Pétursson skrifar 10. maí 2019 22:46 Fulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins í málefnum norðurslóða segir að málflutningur utanríkisráðherra Bandaríkjanna í garð Kínverja á fundi Norðurskautsráðsins í vikunni sé ekki uppbyggilegur. Samvinna þjóða sé líklegri til árangurs en átök. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi aðkomu Kínverja að norðurslóðamálum á fundi norðurskautsráðsins í Finnlandi í vikunni og gaf í skyn að þeir hefðu einhver annarleg markmið í huga sem stöfuðu ekki af áhyggjum af loftslagsbreytingum. Gao Feng, fulltrúi kínverka utanríkisráðuneytisins í norðurslóðamálum, var einn fjölmargra sem ávarpaði ráðstefnu Hringborðs norðurslóða á fyrsta degi hennar í Shanghæ í dag. „Það er eina leiðin að okkar mati, að taka þátt í lausninni á vandamálum norðurslóða, ekki standa í átökum. Þetta hefur djúpstæð áhrif um allan heim,“ segir Gao Feng. Hátt í 600 manns frá um 30 ríkjum eru saman komin í Vísinda-og tæknisafninu í Sjanghæ til að ræða málefni norðurslóða. Kínverjar menga manna allra mest en þeir hafa líka gripið til fjölmargra aðgerða til að draga úr losun sinni. Fyrir utan árleg þing Hringborðsins á Íslandi í október hefur það staðið fyrir ráðstefnum um norðurslóðir víðsvegar um heim og er ráðstefnan í Sjanghæ sú níunda í röðinni. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðsins eða Arctic Circle segir miklar breytingar hafa átt sér stað í stefnu Kínverja í umhverfismálum á undanförnum árum. Þeir vilji til að mynda skipta kolum út fyrir vind-og jarðvarmaveitur og sólarorku og séu stærstu framleiðendur sólarsella í heiminum. „Margir spyrja sjálfa sig hvers vegna hefur Kína svona mikinn áhuga á norðurslóðum og ýmsir leita annarlegra skýringa; þeir séu að leitast eftir heimsyfirráðum, þeir vilji taka yfir landssvæði, þeir vilji kaupa sér aðgang. En þá gleyma menn því að það sem er að gerast í okkar nágrenni, bráðnun á ísnum á hafsvæðunum fyrir norðan Ísland, bráðnun grænlandsjökuls er að hafa stórfelld áhrif hér í Kína, skapa ofsaveður sem eyðileggja mannvirki, hækka sjávarborð sem ógna borgum eins og Shanghæ og framtíð Kína.“ Hinir gríðarháu skrifstofuturnar í Shanghæ hafa allir verið byggðir á undanförnum 20 árum en vegna mikilla kolabrennslu, bæði orkuvera og verksmiðja er loftmengun mikið vandamál í öllum helstu borgum landsins. Forseti Íslands Kína Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
Fulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins í málefnum norðurslóða segir að málflutningur utanríkisráðherra Bandaríkjanna í garð Kínverja á fundi Norðurskautsráðsins í vikunni sé ekki uppbyggilegur. Samvinna þjóða sé líklegri til árangurs en átök. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi aðkomu Kínverja að norðurslóðamálum á fundi norðurskautsráðsins í Finnlandi í vikunni og gaf í skyn að þeir hefðu einhver annarleg markmið í huga sem stöfuðu ekki af áhyggjum af loftslagsbreytingum. Gao Feng, fulltrúi kínverka utanríkisráðuneytisins í norðurslóðamálum, var einn fjölmargra sem ávarpaði ráðstefnu Hringborðs norðurslóða á fyrsta degi hennar í Shanghæ í dag. „Það er eina leiðin að okkar mati, að taka þátt í lausninni á vandamálum norðurslóða, ekki standa í átökum. Þetta hefur djúpstæð áhrif um allan heim,“ segir Gao Feng. Hátt í 600 manns frá um 30 ríkjum eru saman komin í Vísinda-og tæknisafninu í Sjanghæ til að ræða málefni norðurslóða. Kínverjar menga manna allra mest en þeir hafa líka gripið til fjölmargra aðgerða til að draga úr losun sinni. Fyrir utan árleg þing Hringborðsins á Íslandi í október hefur það staðið fyrir ráðstefnum um norðurslóðir víðsvegar um heim og er ráðstefnan í Sjanghæ sú níunda í röðinni. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðsins eða Arctic Circle segir miklar breytingar hafa átt sér stað í stefnu Kínverja í umhverfismálum á undanförnum árum. Þeir vilji til að mynda skipta kolum út fyrir vind-og jarðvarmaveitur og sólarorku og séu stærstu framleiðendur sólarsella í heiminum. „Margir spyrja sjálfa sig hvers vegna hefur Kína svona mikinn áhuga á norðurslóðum og ýmsir leita annarlegra skýringa; þeir séu að leitast eftir heimsyfirráðum, þeir vilji taka yfir landssvæði, þeir vilji kaupa sér aðgang. En þá gleyma menn því að það sem er að gerast í okkar nágrenni, bráðnun á ísnum á hafsvæðunum fyrir norðan Ísland, bráðnun grænlandsjökuls er að hafa stórfelld áhrif hér í Kína, skapa ofsaveður sem eyðileggja mannvirki, hækka sjávarborð sem ógna borgum eins og Shanghæ og framtíð Kína.“ Hinir gríðarháu skrifstofuturnar í Shanghæ hafa allir verið byggðir á undanförnum 20 árum en vegna mikilla kolabrennslu, bæði orkuvera og verksmiðja er loftmengun mikið vandamál í öllum helstu borgum landsins.
Forseti Íslands Kína Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði