Kyssti fréttakonu og dæmdur til að fara á námskeið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2019 16:45 Kubrat Pulev horfir hér á fréttakonuna Jennifer Ravalo. Stuttu seinna kyssti hann hana beint á muninn. Skjámynd/Youtube Búlgarski boxarinn sem kyssti fjölmiðlakonu í lok sjónvarpsviðtals er enn að glíma við eftirmála kossins en myndbandið af kossinum fór á flug á netinu enda þótti hann sýna fréttakonunni mikla óvirðingu. Þungavigtarboxarinn Kubrat Pulev hefur nú verið dæmdur til að fara á sérstakt námskeið þar sem fólki eru kenndar aðferðir til að fyrirbyggja kynferðislega áreitni. Hinn 38 ára gamli Kubrat Pulev kyssti sjónvarpskonuna Jennifer Ravalo beint á muninn eftir bardaga sinn í Kaliforníu í mars. Lögmaður Jennifer Ravalo sagði að framkoma boxarans hafi verið óvelkomin og ólögleg.Kubrat Pulev has been ordered to take sexual harassment prevention classes after kissing a female journalist, according to reports in the US. Full story: https://t.co/USVt3q6TIApic.twitter.com/JohSFQ6qCR — BBC Sport (@BBCSport) May 15, 2019 Kubrat Pulev var þarna nýbúinn að vinna sigur á Rúmenanum Bogdan Dinu og var tekinn í viðtal hjá Vegas Sports Daily. Kubrat Pulev gerði lítið úr kossinum á sínum tíma og sagði þau vera vinir og hafi síðan meira að segja hitt hvort annað í partý seinna um kvöldið. Ravalo var ekki alveg eins sátt við kosinn og Búlgarinn hélt fram. Jennifer Ravalo sagði hann einnig hafa gripið í báðar rasskinnar hennar á leiðinni úr viðtalinu en það náðist ekki á mynd.Kubrat Pulev and Jenny Ravalo, you might remember Jenny after the famous kiss, today the pair had their California Commission hearing regarding the kiss. Pulev licence has been suspended until July 22nd, then he can re-apply if he completes a four day sexual harassment course. pic.twitter.com/YL5buQ0hXJ — BoxingTribeUK (@BoxingTribeUK) May 14, 2019Bandaríska blaðið LA Times segir að Kubrat Pulev, sem var dæmdur í bann eftir atvikið, hafi nú beðið Jennifer Ravalo afsökunar á kossinum. Hann sleppur úr banninu ef hann borgar sektina og fer í þessa meðferð fyrir 22. júlí næstkomandi. Hann fékk líka viðvörun um ævilangt bann yrði hann uppvís að slíku aftur. Það er mikið undir hjá Kubrat Pulev að þetta mál leysist því hann á möguleika á að fá bardaga á móti heimsþekktum boxurum eins og þeim Anthony Joshua og Tyson Fury. Box Búlgaría Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Sjá meira
Búlgarski boxarinn sem kyssti fjölmiðlakonu í lok sjónvarpsviðtals er enn að glíma við eftirmála kossins en myndbandið af kossinum fór á flug á netinu enda þótti hann sýna fréttakonunni mikla óvirðingu. Þungavigtarboxarinn Kubrat Pulev hefur nú verið dæmdur til að fara á sérstakt námskeið þar sem fólki eru kenndar aðferðir til að fyrirbyggja kynferðislega áreitni. Hinn 38 ára gamli Kubrat Pulev kyssti sjónvarpskonuna Jennifer Ravalo beint á muninn eftir bardaga sinn í Kaliforníu í mars. Lögmaður Jennifer Ravalo sagði að framkoma boxarans hafi verið óvelkomin og ólögleg.Kubrat Pulev has been ordered to take sexual harassment prevention classes after kissing a female journalist, according to reports in the US. Full story: https://t.co/USVt3q6TIApic.twitter.com/JohSFQ6qCR — BBC Sport (@BBCSport) May 15, 2019 Kubrat Pulev var þarna nýbúinn að vinna sigur á Rúmenanum Bogdan Dinu og var tekinn í viðtal hjá Vegas Sports Daily. Kubrat Pulev gerði lítið úr kossinum á sínum tíma og sagði þau vera vinir og hafi síðan meira að segja hitt hvort annað í partý seinna um kvöldið. Ravalo var ekki alveg eins sátt við kosinn og Búlgarinn hélt fram. Jennifer Ravalo sagði hann einnig hafa gripið í báðar rasskinnar hennar á leiðinni úr viðtalinu en það náðist ekki á mynd.Kubrat Pulev and Jenny Ravalo, you might remember Jenny after the famous kiss, today the pair had their California Commission hearing regarding the kiss. Pulev licence has been suspended until July 22nd, then he can re-apply if he completes a four day sexual harassment course. pic.twitter.com/YL5buQ0hXJ — BoxingTribeUK (@BoxingTribeUK) May 14, 2019Bandaríska blaðið LA Times segir að Kubrat Pulev, sem var dæmdur í bann eftir atvikið, hafi nú beðið Jennifer Ravalo afsökunar á kossinum. Hann sleppur úr banninu ef hann borgar sektina og fer í þessa meðferð fyrir 22. júlí næstkomandi. Hann fékk líka viðvörun um ævilangt bann yrði hann uppvís að slíku aftur. Það er mikið undir hjá Kubrat Pulev að þetta mál leysist því hann á möguleika á að fá bardaga á móti heimsþekktum boxurum eins og þeim Anthony Joshua og Tyson Fury.
Box Búlgaría Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Sjá meira