Glæsimark Kompany og City í bílstjórasætinu

Kompany fagnar sigurmarkinu.
Kompany fagnar sigurmarkinu. vísir/getty
Manchester City er með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa unnið 1-0 sigur á Leicester í kvöld.

Það voru margir sem biðu spenntir eftir leik kvöldsins en Liverpool stuðningsmenn vonuðust eftir að Leicester myndi hirða stig af City enda mikil barátta á toppnum.

Fyrri hálfleikurinn spilaðist eins og flestir reiknuðu með. City hafði boltann nær allan hálfleikinn en Leicester voru hættulegir í sínum skyndisóknum. Markalaust í hálfleik.

City reyndi og reyndi en það var ekki fyrr en á 70. mínútu að liðið komst yfir og markið kom frá varnarmanninum Vincent Kompany. Hann óð upp að teignum og þrumaði boltanum í vinkilinn. Ótrúlegt mark.







Leicester fékk dauðafæri er skammt var til leiksloka en fyrrum City-maðurinn Kelechi Iheanacho klúðraði dauðafæri. City náði að halda út og mikilvæg þrjú stig í hús.

City er með eins stigs forskot á Liverpool fyrir lokaumferðina. City mætir Brighton á útivelli en Liverpool mætir Wolves á heimavelli.





Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira