Fótbolti

Rekinn eftir misheppnað Panenka-víti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bendrix Parra fékk gult spjald í leiknum en rautt frá félaginu.
Bendrix Parra fékk gult spjald í leiknum en rautt frá félaginu. vísir/getty

Bendrix Parra, leikmaður Independiente Campo Grande í Paragvæ, var rekinn frá félaginu út af misheppnuðu Panenka-víti sem hann tók í vítaspyrnukeppni í leik gegn La Equidad frá Kólumbíu á dögunum.

Þetta var seinni leikur Independiente og La Equidad í 32-liða úrslitum Copa Sudamericana sem er ígildi Evrópudeildarinnar í Suður-Ameríku.

Ekkert mark var skorað í leikjunum tveimur og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni.

Parra tók þriðju spyrnu Independiente og ætlaði að vera kaldur karl og vippa boltanum á mitt markið. Það mistókst hrapallega og Diogo Novoa, markvörður La Equidad, varði auðveldlega. La Equidad vann vítakeppnina, 4-3.

Forráðamenn Independiente höfðu engan húmor fyrir tilburðum Parras og eru búnir að reka hann frá félaginu.

Miðjumaðurinn frá Venesúela þarf nú að finna sér nýtt félag og hugsar sig væntanlega tvisvar um áður en hann tekur annað Panenka-víti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.