Forsetar Úkraínu foxillir út í Pútín Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. apríl 2019 08:45 Rússlandsforseti sagðist ekki ætla sér að klekkja á Selenskíj. Nordicphotos/AFP Hveitibrauðsdagar Volodíjmíjrs Selenskíj eftir að hann bar sigur úr býtum í forsetakosningunum í Úkraínu á sunnudag voru ekki margir. Vladímír Pútín Rússaforseti undirritaði í gær tilskipun um að einfalda skyldi íbúum þess svæðis í Austur-Úkraínu sem aðskilnaðarsinnar halda í Donbass að öðlast rússneskt vegabréf. Rússar hafa ítrekað verið sagðir aðstoða aðskilnaðarsinnana. Fram á það hafa rannsóknir Reuters til að mynda sýnt. Þá hafa myndir í gegnum tíðina birst á samfélagsmiðlum þar sem rússneskir hermenn virðast staddir í Úkraínu. Pútín sagði tilskipun sína ekki undirritaða með það í huga að valda verðandi leiðtoga Úkraínu vandræðum. „Frekar til þess að leysa úr þeim vanda að fólk í Donetsk og Lúhansk fær ekki að njóta mannréttinda sinna.“ Petro Porosjenko, fráfarandi forseti, og Selenskíj fordæmdu báðir ákvörðun rússneskra stjórnvalda. Porosjenko sagði að með þessu væri brotið gegn alþjóðalögum. „Rússar eru að skemma fyrir friðarumleitunum í Donbass,“ sagði Porosjenko. Forsetinn fráfarandi bætti því við að Rússar væru að reyna að réttlæta veru rússneska hersins í Austur-Úkraínu. Hann fór einnig fram á að viðskiptaþvinganir gegn Rússum yrðu hertar vegna málsins. Selenskíj, sem er algjör nýgræðingur á sviði stjórnmála fyrir utan að hafa leikið forseta Úkraínu í gamanþáttum, tók í sama streng. „Við treystum á aukinn pólitískan þrýsting og þvinganir gegn Rússlandi. Rússland hefur með þessu viðurkennt að það sé hernámsríki,“ sagði í yfirlýsingu frá verðandi forseta. Pavlo Klimkin, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði á Twitter að í ákvörðuninni fælist árásargirni gegn Úkraínu og afskipti af innanríkismálum. Hann hvatti því Úkraínumenn á svæðinu til þess að sækja ekki um rússneskt vegabréf. Samband Rússlands og Úkraínu hefur verið með versta móti allt frá því Viktor Janúkovítsj, forseti Úkraínu, hrökklaðist frá völdum árið 2014 eftir stíf mótmæli. Janúkovítsj naut stuðnings rússneskra stjórnvalda. Í kjölfar mótmælanna innlimuðu Rússar hinn úkraínska Krímskaga. Átök brutust út í Donbass á milli aðskilnaðarsinna sem vildu náið samband við Rússa og úkraínska herinn. Þessi átök og meint aðstoð rússneskra yfirvalda við aðskilnaðarsinna varð til þess að Vesturlönd komu á þvingunum gegn Rússlandi. Selenskíj hefur heitið því að Úkraína muni áfram stóla á samstarf við Vesturlönd. The New York Times metur stöðuna sem svo að hann sé þó ekki jafnmikill vesturlandasinni og fyrirrennarinn. Birtist í Fréttablaðinu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Yfirvöld Úkraínu segjast hafa gómað rússneska útsendara Einn hinna handteknu reyndi að koma sprengju fyrir undir bíl starfsmanns leyniþjónustu úkraínska hersins. 17. apríl 2019 12:10 „Ég er afleiðing mistaka þinna“ Talið er líklegt að grínistinn Volodymyr Zelenskiy verði næsti forseti Úkraínu. 20. apríl 2019 16:11 Grínisti næsti forseti Úkraínu Vólódómír Selenskíj er næsti forseti Úkraínu. Hann hlaut yfir 70% atkvæða samkvæmt útgönguspám. 21. apríl 2019 18:31 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Hveitibrauðsdagar Volodíjmíjrs Selenskíj eftir að hann bar sigur úr býtum í forsetakosningunum í Úkraínu á sunnudag voru ekki margir. Vladímír Pútín Rússaforseti undirritaði í gær tilskipun um að einfalda skyldi íbúum þess svæðis í Austur-Úkraínu sem aðskilnaðarsinnar halda í Donbass að öðlast rússneskt vegabréf. Rússar hafa ítrekað verið sagðir aðstoða aðskilnaðarsinnana. Fram á það hafa rannsóknir Reuters til að mynda sýnt. Þá hafa myndir í gegnum tíðina birst á samfélagsmiðlum þar sem rússneskir hermenn virðast staddir í Úkraínu. Pútín sagði tilskipun sína ekki undirritaða með það í huga að valda verðandi leiðtoga Úkraínu vandræðum. „Frekar til þess að leysa úr þeim vanda að fólk í Donetsk og Lúhansk fær ekki að njóta mannréttinda sinna.“ Petro Porosjenko, fráfarandi forseti, og Selenskíj fordæmdu báðir ákvörðun rússneskra stjórnvalda. Porosjenko sagði að með þessu væri brotið gegn alþjóðalögum. „Rússar eru að skemma fyrir friðarumleitunum í Donbass,“ sagði Porosjenko. Forsetinn fráfarandi bætti því við að Rússar væru að reyna að réttlæta veru rússneska hersins í Austur-Úkraínu. Hann fór einnig fram á að viðskiptaþvinganir gegn Rússum yrðu hertar vegna málsins. Selenskíj, sem er algjör nýgræðingur á sviði stjórnmála fyrir utan að hafa leikið forseta Úkraínu í gamanþáttum, tók í sama streng. „Við treystum á aukinn pólitískan þrýsting og þvinganir gegn Rússlandi. Rússland hefur með þessu viðurkennt að það sé hernámsríki,“ sagði í yfirlýsingu frá verðandi forseta. Pavlo Klimkin, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði á Twitter að í ákvörðuninni fælist árásargirni gegn Úkraínu og afskipti af innanríkismálum. Hann hvatti því Úkraínumenn á svæðinu til þess að sækja ekki um rússneskt vegabréf. Samband Rússlands og Úkraínu hefur verið með versta móti allt frá því Viktor Janúkovítsj, forseti Úkraínu, hrökklaðist frá völdum árið 2014 eftir stíf mótmæli. Janúkovítsj naut stuðnings rússneskra stjórnvalda. Í kjölfar mótmælanna innlimuðu Rússar hinn úkraínska Krímskaga. Átök brutust út í Donbass á milli aðskilnaðarsinna sem vildu náið samband við Rússa og úkraínska herinn. Þessi átök og meint aðstoð rússneskra yfirvalda við aðskilnaðarsinna varð til þess að Vesturlönd komu á þvingunum gegn Rússlandi. Selenskíj hefur heitið því að Úkraína muni áfram stóla á samstarf við Vesturlönd. The New York Times metur stöðuna sem svo að hann sé þó ekki jafnmikill vesturlandasinni og fyrirrennarinn.
Birtist í Fréttablaðinu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Yfirvöld Úkraínu segjast hafa gómað rússneska útsendara Einn hinna handteknu reyndi að koma sprengju fyrir undir bíl starfsmanns leyniþjónustu úkraínska hersins. 17. apríl 2019 12:10 „Ég er afleiðing mistaka þinna“ Talið er líklegt að grínistinn Volodymyr Zelenskiy verði næsti forseti Úkraínu. 20. apríl 2019 16:11 Grínisti næsti forseti Úkraínu Vólódómír Selenskíj er næsti forseti Úkraínu. Hann hlaut yfir 70% atkvæða samkvæmt útgönguspám. 21. apríl 2019 18:31 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Yfirvöld Úkraínu segjast hafa gómað rússneska útsendara Einn hinna handteknu reyndi að koma sprengju fyrir undir bíl starfsmanns leyniþjónustu úkraínska hersins. 17. apríl 2019 12:10
„Ég er afleiðing mistaka þinna“ Talið er líklegt að grínistinn Volodymyr Zelenskiy verði næsti forseti Úkraínu. 20. apríl 2019 16:11
Grínisti næsti forseti Úkraínu Vólódómír Selenskíj er næsti forseti Úkraínu. Hann hlaut yfir 70% atkvæða samkvæmt útgönguspám. 21. apríl 2019 18:31