Innlent

Lands­réttur, Lífs­kjara­samningurinn og orku­pakkinn á Sprengi­sandi

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Kristján Kristjánsson stýrir umræðum á Sprendisandi.
Kristján Kristjánsson stýrir umræðum á Sprendisandi.
Það verður margt góðra gesta hjá Kristjáni Kristjánssyni, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst klukkan tíu.

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari mætir og ræðir stöðuna í Landsrétti eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu á dögunum. Að hans mati finnst honum Mannréttindadómstóllinn hafa seilst of langt inn á íslenskt yfirráðasvæði og að dómurinn sé kominn út fyrir það sem talist geti eðlileg valdmörk yfirþjóðlegs dómstóls.

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara og Ragnar Þór Pétursson, formaður Félags grunnskólakennara verða einnig gestir þáttarins. Til umræðu er Lífskjarasamningurinn, laun hinna menntuðu og líkleg ósk millitekjuhópanna um að halda bilinu á milli sín og hinna lægstlaunuðu þannig að eðlilegt geti talist.

Þá verður Þriðji orkupakkinn til umræðu þar sem Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður, Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður ræða um kosti þess og galla að innleiða orkupakkann hér á landi.

Þátturinn hefst klukkan 10 og má hlusta á hann hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×