Ísland: Orkugeymsla ESB Jónas Elíasson skrifar 18. apríl 2019 17:23 Tilgangur ESB með 3. orkupakkanum er að tryggja lágt raforkuverð til neytenda. Þetta hefur í stórum dráttum tekist, orkuverð til neytenda er í stórum dráttum sama og olíkostnaðurinn við framleiðsluna. Neðar komast þeir ekki hvort eð er. Hér er raforkuverð til almennings ekki nema brot af olíuverði. Þá fær stóriðjan, ylræktin, hitaveitur og annar iðnaður, raforku á mun hagstæðara verði. Þessa raforku vill ESB fá á almennan markað til sín, og ekkert eðlilegra í sjálfu sér. En tapið á iðnaðinum yrði efnahagslegt áfall, margfalt verra en einhver loðnubrestur. Stjórnvöld vilja samþykkja pakkann og banna sæstreng um leið. Þetta er auðvitað öfug aðferðafræði. Að samþykkja pakkann þegar búið er að leggja sæstreng væri mun rökréttara. Að samþykkja orkumarkaðsreglur ESB og neita svo að tengjast er álíka og maður sem er boðið í partí og segir já, en lokar svo dyrunum og hendir lyklinum svo hann komist ekki út. Skiljanlegt ef hann er nýkominn úr meðferð, en ekki sérlega skynsamlegt. ESB mun skilja samþykkt pakkans svo, að nú séu íslendingar tilbúnir fyrir sameiginlegan orkumarkað ESB, og nú vanti þá bara sæstreng til að tengjast honum. Þrýstingur mun skapast á lagningu sæstrengs, ekki frá ESB stjórninni í Brussel, heldur sjóðum sem vilja nýta fjárfestingatækifærið, sem er um 8oo milljarðar til að byrja með. Fullnýtt innifelur fjárfestingatækifærið tvöföldun á vatnsorkuverum Íslands og u.þ.b. þrjá sæstrengi. Þá verður hægt að keyra alla íslenska vatnsorku á dagmarkað í Evrópu, og næturrafmagn til baka. Hagstætt fyrir Ísland að dómi ESB, næturrafmagn er mun ódýrara en dagrafmagn í Evrópu. Að Íslendingar borga helmingi hærra en þeir gerðu er ekki ókostur að mati ESB, almenningur á að fá rafmagn á sama verði allstaðar í Evrópu og þá kemur aðeins olíuverð til greina. Mjög auðvelt er að finna pólitísk rök fyrir, að svona stefna eigi að gilda í Evrópu og menn eigi ekkert að vera að halda í sína sérstöðu. Endurnýjanleg raforka er af mjög skornum skammti í Evrópu og með þessu fyrirkomulagi fá þeir viðbót sem þá munar verulega um hvað varðar skuldbindingar ESB í loftslagsmálum, því orkugeymslan Ísland gerir þeim mögulegt að fullnýta vindorku og bæta verulega nýtinguna á kolum sínum og olíu. Við deilum þessum skuldbindingum með ESB. Þess vegna vill ESB gjarnan styrkja þessar framkvæmdir, veita þeim lagalega og fjárhagslega fyrirgreiðslu og beina styrki úr sjóðum ESB. Og ekki veitir af, það kemur ekki meiri orka út úr þessum fjárfestingum, bara hærra verð og Íslendingar borga það. Í Evrópu verður olíverðið ráðandi áfram, hugsanlega fá Íslendingar eitthvað meira fyrir sína grænu orku. En þá hækkar verðið hér bara enn meir. Það verða margir sem koma til með að leita að lyklinum sem okkar maður henti, og þeir munu finna hann. Ríkisjóður græðir eitthvað á þessu, hann missir að vísu mikið fé vegna minnkandi umsvifa í iðnaði, en fær hærri arðgreiðslur af virkjunum í staðin. Margir bláeygðir lögfræðingar og hagfræðingar sjá ekki hvað hér er á ferðinni og telja, að við verðum að „standa við skuldbindingar okkar í EES“ og getum lokað okkur inni til frambúðar. Þessi afstaða er að öllu leyti röng. ESB hefur enga hagsmuni af að við innleiðum 3. orkupakkann og lokum landinu um leið, og þeirra afstaða í málinu er að öllu leyti rökrétt. Auðvitað á að fresta þessum pakka þangað til lagning sæstrengs kemur til greina sem sjálfbær fjárfesting.Höfundur er prófessor emeritus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Tilgangur ESB með 3. orkupakkanum er að tryggja lágt raforkuverð til neytenda. Þetta hefur í stórum dráttum tekist, orkuverð til neytenda er í stórum dráttum sama og olíkostnaðurinn við framleiðsluna. Neðar komast þeir ekki hvort eð er. Hér er raforkuverð til almennings ekki nema brot af olíuverði. Þá fær stóriðjan, ylræktin, hitaveitur og annar iðnaður, raforku á mun hagstæðara verði. Þessa raforku vill ESB fá á almennan markað til sín, og ekkert eðlilegra í sjálfu sér. En tapið á iðnaðinum yrði efnahagslegt áfall, margfalt verra en einhver loðnubrestur. Stjórnvöld vilja samþykkja pakkann og banna sæstreng um leið. Þetta er auðvitað öfug aðferðafræði. Að samþykkja pakkann þegar búið er að leggja sæstreng væri mun rökréttara. Að samþykkja orkumarkaðsreglur ESB og neita svo að tengjast er álíka og maður sem er boðið í partí og segir já, en lokar svo dyrunum og hendir lyklinum svo hann komist ekki út. Skiljanlegt ef hann er nýkominn úr meðferð, en ekki sérlega skynsamlegt. ESB mun skilja samþykkt pakkans svo, að nú séu íslendingar tilbúnir fyrir sameiginlegan orkumarkað ESB, og nú vanti þá bara sæstreng til að tengjast honum. Þrýstingur mun skapast á lagningu sæstrengs, ekki frá ESB stjórninni í Brussel, heldur sjóðum sem vilja nýta fjárfestingatækifærið, sem er um 8oo milljarðar til að byrja með. Fullnýtt innifelur fjárfestingatækifærið tvöföldun á vatnsorkuverum Íslands og u.þ.b. þrjá sæstrengi. Þá verður hægt að keyra alla íslenska vatnsorku á dagmarkað í Evrópu, og næturrafmagn til baka. Hagstætt fyrir Ísland að dómi ESB, næturrafmagn er mun ódýrara en dagrafmagn í Evrópu. Að Íslendingar borga helmingi hærra en þeir gerðu er ekki ókostur að mati ESB, almenningur á að fá rafmagn á sama verði allstaðar í Evrópu og þá kemur aðeins olíuverð til greina. Mjög auðvelt er að finna pólitísk rök fyrir, að svona stefna eigi að gilda í Evrópu og menn eigi ekkert að vera að halda í sína sérstöðu. Endurnýjanleg raforka er af mjög skornum skammti í Evrópu og með þessu fyrirkomulagi fá þeir viðbót sem þá munar verulega um hvað varðar skuldbindingar ESB í loftslagsmálum, því orkugeymslan Ísland gerir þeim mögulegt að fullnýta vindorku og bæta verulega nýtinguna á kolum sínum og olíu. Við deilum þessum skuldbindingum með ESB. Þess vegna vill ESB gjarnan styrkja þessar framkvæmdir, veita þeim lagalega og fjárhagslega fyrirgreiðslu og beina styrki úr sjóðum ESB. Og ekki veitir af, það kemur ekki meiri orka út úr þessum fjárfestingum, bara hærra verð og Íslendingar borga það. Í Evrópu verður olíverðið ráðandi áfram, hugsanlega fá Íslendingar eitthvað meira fyrir sína grænu orku. En þá hækkar verðið hér bara enn meir. Það verða margir sem koma til með að leita að lyklinum sem okkar maður henti, og þeir munu finna hann. Ríkisjóður græðir eitthvað á þessu, hann missir að vísu mikið fé vegna minnkandi umsvifa í iðnaði, en fær hærri arðgreiðslur af virkjunum í staðin. Margir bláeygðir lögfræðingar og hagfræðingar sjá ekki hvað hér er á ferðinni og telja, að við verðum að „standa við skuldbindingar okkar í EES“ og getum lokað okkur inni til frambúðar. Þessi afstaða er að öllu leyti röng. ESB hefur enga hagsmuni af að við innleiðum 3. orkupakkann og lokum landinu um leið, og þeirra afstaða í málinu er að öllu leyti rökrétt. Auðvitað á að fresta þessum pakka þangað til lagning sæstrengs kemur til greina sem sjálfbær fjárfesting.Höfundur er prófessor emeritus.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun