Ísland: Orkugeymsla ESB Jónas Elíasson skrifar 18. apríl 2019 17:23 Tilgangur ESB með 3. orkupakkanum er að tryggja lágt raforkuverð til neytenda. Þetta hefur í stórum dráttum tekist, orkuverð til neytenda er í stórum dráttum sama og olíkostnaðurinn við framleiðsluna. Neðar komast þeir ekki hvort eð er. Hér er raforkuverð til almennings ekki nema brot af olíuverði. Þá fær stóriðjan, ylræktin, hitaveitur og annar iðnaður, raforku á mun hagstæðara verði. Þessa raforku vill ESB fá á almennan markað til sín, og ekkert eðlilegra í sjálfu sér. En tapið á iðnaðinum yrði efnahagslegt áfall, margfalt verra en einhver loðnubrestur. Stjórnvöld vilja samþykkja pakkann og banna sæstreng um leið. Þetta er auðvitað öfug aðferðafræði. Að samþykkja pakkann þegar búið er að leggja sæstreng væri mun rökréttara. Að samþykkja orkumarkaðsreglur ESB og neita svo að tengjast er álíka og maður sem er boðið í partí og segir já, en lokar svo dyrunum og hendir lyklinum svo hann komist ekki út. Skiljanlegt ef hann er nýkominn úr meðferð, en ekki sérlega skynsamlegt. ESB mun skilja samþykkt pakkans svo, að nú séu íslendingar tilbúnir fyrir sameiginlegan orkumarkað ESB, og nú vanti þá bara sæstreng til að tengjast honum. Þrýstingur mun skapast á lagningu sæstrengs, ekki frá ESB stjórninni í Brussel, heldur sjóðum sem vilja nýta fjárfestingatækifærið, sem er um 8oo milljarðar til að byrja með. Fullnýtt innifelur fjárfestingatækifærið tvöföldun á vatnsorkuverum Íslands og u.þ.b. þrjá sæstrengi. Þá verður hægt að keyra alla íslenska vatnsorku á dagmarkað í Evrópu, og næturrafmagn til baka. Hagstætt fyrir Ísland að dómi ESB, næturrafmagn er mun ódýrara en dagrafmagn í Evrópu. Að Íslendingar borga helmingi hærra en þeir gerðu er ekki ókostur að mati ESB, almenningur á að fá rafmagn á sama verði allstaðar í Evrópu og þá kemur aðeins olíuverð til greina. Mjög auðvelt er að finna pólitísk rök fyrir, að svona stefna eigi að gilda í Evrópu og menn eigi ekkert að vera að halda í sína sérstöðu. Endurnýjanleg raforka er af mjög skornum skammti í Evrópu og með þessu fyrirkomulagi fá þeir viðbót sem þá munar verulega um hvað varðar skuldbindingar ESB í loftslagsmálum, því orkugeymslan Ísland gerir þeim mögulegt að fullnýta vindorku og bæta verulega nýtinguna á kolum sínum og olíu. Við deilum þessum skuldbindingum með ESB. Þess vegna vill ESB gjarnan styrkja þessar framkvæmdir, veita þeim lagalega og fjárhagslega fyrirgreiðslu og beina styrki úr sjóðum ESB. Og ekki veitir af, það kemur ekki meiri orka út úr þessum fjárfestingum, bara hærra verð og Íslendingar borga það. Í Evrópu verður olíverðið ráðandi áfram, hugsanlega fá Íslendingar eitthvað meira fyrir sína grænu orku. En þá hækkar verðið hér bara enn meir. Það verða margir sem koma til með að leita að lyklinum sem okkar maður henti, og þeir munu finna hann. Ríkisjóður græðir eitthvað á þessu, hann missir að vísu mikið fé vegna minnkandi umsvifa í iðnaði, en fær hærri arðgreiðslur af virkjunum í staðin. Margir bláeygðir lögfræðingar og hagfræðingar sjá ekki hvað hér er á ferðinni og telja, að við verðum að „standa við skuldbindingar okkar í EES“ og getum lokað okkur inni til frambúðar. Þessi afstaða er að öllu leyti röng. ESB hefur enga hagsmuni af að við innleiðum 3. orkupakkann og lokum landinu um leið, og þeirra afstaða í málinu er að öllu leyti rökrétt. Auðvitað á að fresta þessum pakka þangað til lagning sæstrengs kemur til greina sem sjálfbær fjárfesting.Höfundur er prófessor emeritus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Tilgangur ESB með 3. orkupakkanum er að tryggja lágt raforkuverð til neytenda. Þetta hefur í stórum dráttum tekist, orkuverð til neytenda er í stórum dráttum sama og olíkostnaðurinn við framleiðsluna. Neðar komast þeir ekki hvort eð er. Hér er raforkuverð til almennings ekki nema brot af olíuverði. Þá fær stóriðjan, ylræktin, hitaveitur og annar iðnaður, raforku á mun hagstæðara verði. Þessa raforku vill ESB fá á almennan markað til sín, og ekkert eðlilegra í sjálfu sér. En tapið á iðnaðinum yrði efnahagslegt áfall, margfalt verra en einhver loðnubrestur. Stjórnvöld vilja samþykkja pakkann og banna sæstreng um leið. Þetta er auðvitað öfug aðferðafræði. Að samþykkja pakkann þegar búið er að leggja sæstreng væri mun rökréttara. Að samþykkja orkumarkaðsreglur ESB og neita svo að tengjast er álíka og maður sem er boðið í partí og segir já, en lokar svo dyrunum og hendir lyklinum svo hann komist ekki út. Skiljanlegt ef hann er nýkominn úr meðferð, en ekki sérlega skynsamlegt. ESB mun skilja samþykkt pakkans svo, að nú séu íslendingar tilbúnir fyrir sameiginlegan orkumarkað ESB, og nú vanti þá bara sæstreng til að tengjast honum. Þrýstingur mun skapast á lagningu sæstrengs, ekki frá ESB stjórninni í Brussel, heldur sjóðum sem vilja nýta fjárfestingatækifærið, sem er um 8oo milljarðar til að byrja með. Fullnýtt innifelur fjárfestingatækifærið tvöföldun á vatnsorkuverum Íslands og u.þ.b. þrjá sæstrengi. Þá verður hægt að keyra alla íslenska vatnsorku á dagmarkað í Evrópu, og næturrafmagn til baka. Hagstætt fyrir Ísland að dómi ESB, næturrafmagn er mun ódýrara en dagrafmagn í Evrópu. Að Íslendingar borga helmingi hærra en þeir gerðu er ekki ókostur að mati ESB, almenningur á að fá rafmagn á sama verði allstaðar í Evrópu og þá kemur aðeins olíuverð til greina. Mjög auðvelt er að finna pólitísk rök fyrir, að svona stefna eigi að gilda í Evrópu og menn eigi ekkert að vera að halda í sína sérstöðu. Endurnýjanleg raforka er af mjög skornum skammti í Evrópu og með þessu fyrirkomulagi fá þeir viðbót sem þá munar verulega um hvað varðar skuldbindingar ESB í loftslagsmálum, því orkugeymslan Ísland gerir þeim mögulegt að fullnýta vindorku og bæta verulega nýtinguna á kolum sínum og olíu. Við deilum þessum skuldbindingum með ESB. Þess vegna vill ESB gjarnan styrkja þessar framkvæmdir, veita þeim lagalega og fjárhagslega fyrirgreiðslu og beina styrki úr sjóðum ESB. Og ekki veitir af, það kemur ekki meiri orka út úr þessum fjárfestingum, bara hærra verð og Íslendingar borga það. Í Evrópu verður olíverðið ráðandi áfram, hugsanlega fá Íslendingar eitthvað meira fyrir sína grænu orku. En þá hækkar verðið hér bara enn meir. Það verða margir sem koma til með að leita að lyklinum sem okkar maður henti, og þeir munu finna hann. Ríkisjóður græðir eitthvað á þessu, hann missir að vísu mikið fé vegna minnkandi umsvifa í iðnaði, en fær hærri arðgreiðslur af virkjunum í staðin. Margir bláeygðir lögfræðingar og hagfræðingar sjá ekki hvað hér er á ferðinni og telja, að við verðum að „standa við skuldbindingar okkar í EES“ og getum lokað okkur inni til frambúðar. Þessi afstaða er að öllu leyti röng. ESB hefur enga hagsmuni af að við innleiðum 3. orkupakkann og lokum landinu um leið, og þeirra afstaða í málinu er að öllu leyti rökrétt. Auðvitað á að fresta þessum pakka þangað til lagning sæstrengs kemur til greina sem sjálfbær fjárfesting.Höfundur er prófessor emeritus.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun