Betur gangi að manna skóla í hremmingum ferðaþjónustu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. apríl 2019 06:00 Skólakerfið sem glímt hefur við manneklu í góðæri síðustu ára kann að njóta góðs af samdrætti í ferðaþjónustu. Fréttablaðið/Ernir Við horfum virkilega til þess að betur muni ganga að manna í skólum á næsta skólaári miðað við þessa breyttu stöðu í ferðaþjónustunni,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Fall WOW air og uppsagnir í ferðaþjónustunni sem og víðar hafa gert það að verkum að á annað þúsund manns eru nú án atvinnu og sér vart fyrir endann á þeim samdrætti. Hjúkrunarfræðingar voru eftirsóttur starfskraftur sem flugfreyjur en Vísir greindi frá því fyrir helgi að margar flugfreyjur sem misstu vinnuna hjá WOW air í síðustu viku hafi þegar sett sig í samband við Landspítalann með það fyrir augum að snúa aftur til fyrri starfa. Helgi segir vitað mál að kennarar hafi líka verið eftirsóttir í hinum ýmsu störfum ferðaþjónustunnar. Og nú þegar kreppi að í þeim geira kunni að slakna á mannekluvandræðum. Þar á meðal í menntunar- og umönnunarstörfum. „Í ýmsum störfum tengdum ferðaþjónustunni hefur þetta nám, bæði grunn- og leikskólakennara sem snýst svo mikið um mannleg samskipti, verið eftirsótt og þeir farið í störf í ferðaþjónustunni. Maður gerir nú ráð fyrir að einhverjir hugsi sér að koma til baka í starf á leikskólum og í grunnskólum og við erum að skoða málin og fylgjast með,“ segir Helgi vongóður um að betur muni ganga að manna stöður. „Það er bara alltaf þannig að þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar. Þegar byggingarkrönum og ferðamönnum fjölgaði var mikið um að starfsfólk færi frá okkur í önnur störf. Eða að fólk sem var að koma inn á vinnumarkaðinn horfði frekar til ferðaþjónustu en skólanna. En við þurfum auðvitað nýliðun líka.“ Helgi segir Íslendinga ekki þekkja langtímaatvinnuleysi í raun, það séu alltaf störf. Það bráðvanti fólk í menntunar- og umönnunarstörfin sem kunni nú að leita í jafnvægi. Helgi segir að á teikniborðinu hafi verið að auðvelda fólki að snúa aftur í kennarastarfið, hafi það verið lengi frá. „Eitt af því sem verið hefur á teikniborðinu varðandi framtíðarmönnun í leik- og grunnskólum er að mýkja höggið með símenntunarnámskeiði. Þá hefði fólk á hraðbergi nýjustu strauma og stefnur í skólastarfi. Það er eitt af því sem við erum að horfa til.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skóla - og menntamál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Við horfum virkilega til þess að betur muni ganga að manna í skólum á næsta skólaári miðað við þessa breyttu stöðu í ferðaþjónustunni,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Fall WOW air og uppsagnir í ferðaþjónustunni sem og víðar hafa gert það að verkum að á annað þúsund manns eru nú án atvinnu og sér vart fyrir endann á þeim samdrætti. Hjúkrunarfræðingar voru eftirsóttur starfskraftur sem flugfreyjur en Vísir greindi frá því fyrir helgi að margar flugfreyjur sem misstu vinnuna hjá WOW air í síðustu viku hafi þegar sett sig í samband við Landspítalann með það fyrir augum að snúa aftur til fyrri starfa. Helgi segir vitað mál að kennarar hafi líka verið eftirsóttir í hinum ýmsu störfum ferðaþjónustunnar. Og nú þegar kreppi að í þeim geira kunni að slakna á mannekluvandræðum. Þar á meðal í menntunar- og umönnunarstörfum. „Í ýmsum störfum tengdum ferðaþjónustunni hefur þetta nám, bæði grunn- og leikskólakennara sem snýst svo mikið um mannleg samskipti, verið eftirsótt og þeir farið í störf í ferðaþjónustunni. Maður gerir nú ráð fyrir að einhverjir hugsi sér að koma til baka í starf á leikskólum og í grunnskólum og við erum að skoða málin og fylgjast með,“ segir Helgi vongóður um að betur muni ganga að manna stöður. „Það er bara alltaf þannig að þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar. Þegar byggingarkrönum og ferðamönnum fjölgaði var mikið um að starfsfólk færi frá okkur í önnur störf. Eða að fólk sem var að koma inn á vinnumarkaðinn horfði frekar til ferðaþjónustu en skólanna. En við þurfum auðvitað nýliðun líka.“ Helgi segir Íslendinga ekki þekkja langtímaatvinnuleysi í raun, það séu alltaf störf. Það bráðvanti fólk í menntunar- og umönnunarstörfin sem kunni nú að leita í jafnvægi. Helgi segir að á teikniborðinu hafi verið að auðvelda fólki að snúa aftur í kennarastarfið, hafi það verið lengi frá. „Eitt af því sem verið hefur á teikniborðinu varðandi framtíðarmönnun í leik- og grunnskólum er að mýkja höggið með símenntunarnámskeiði. Þá hefði fólk á hraðbergi nýjustu strauma og stefnur í skólastarfi. Það er eitt af því sem við erum að horfa til.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skóla - og menntamál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15
Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33