Innlent

Nýja vitanum komið fyrir við Sæ­braut

Atli Ísleifsson skrifar
Vitanum við Sæbraut, til móts við Höfða, var komið upp í morgun.
Vitanum við Sæbraut, til móts við Höfða, var komið upp í morgun. vísir/vilhelm
Nýjum innsiglingarvita var komið fyrir á nýrri landfyllingu við Sæbraut til móts við Höfða í Reykjavík í morgun.Nokkur styr hefur staðið um kostnað við framkvæmdirnar og uppsetningu vitans, en upphaflegar áætlanir Reykjavíkurborgar gerðu ráð fyrir 75 milljóna kostnað. Í desember síðastliðinn gerði borgin hins vegar ráð fyrir 150 milljón króna kostnaði vegna uppsetningu vitans.Vitanum er ætlað að koma í stað núverandi vita á Sjómannaskóla Íslands við Háteigsveg. Er nýi vitinn er með sama útliti og innsiglingarvitarnir við Austurhöfn og Eyjagarð.Grjótvörn og fyllingu var komið fyrir á staðnum, auk þess að útsýnispallur hefur verið byggður.

Vísir/Vilhelm
Framúrkeyrslan við framkvæmdina er sögð tilkomin vegna hærra tilboðs en áætlun gerði ráð fyrir auk vanáætlunar og aukins umfangs við landfyllingu, grjótvarnir, gerð hjáleiða og fleira.Reykjavíkurborg greiðir fyrir undirstöður vita, lagnavinnu, uppsteypu og frágang á útsýnispalli, lýsingu og aðlögun að núverandi stígagerð. Þá greiðir Reykjavíkurborg fyrir þann hluta framkvæmda við landfyllingu og grjótvörn sem er umfram 25 milljóna króna hlut Faxaflóahafna vegna landfyllingar og grjótvarna auk þess að Faxaflóahafnir greiða fyrir smíði vitahúss, ljósabúnað og fleira.

Reykjavíkurborg

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.