Bíó og sjónvarp

Ný stikla: Winterfell rústir einar

Samúel Karl Ólason skrifar
Longclaw, sverð Jon Snow.
Longclaw, sverð Jon Snow.

HBO hefur birt nýja stiklu fyrir Gama of Thrones sem hefjast eftir tvær vikur. Það væri kannski réttara að tala um kitlu (Teaser) en stiklu (Trailer) þar sem það er alfarið óvíst hvort að það sem sést í myndbandinu muni gerast í þáttunum. Ef eitthvað, þá verður það að teljast ólíklegt.

SPENNUSPILLIR! (Öskrað með röddum þessara gaura)

Kitlan sýnir Winterfell í rúst og er greinilegt að stærðarinnar orrusta hafi átt sér stað. Þrátt fyrir það er kannski eitt lík sýnilegt. Þá sést rétt svo í bakið á einni persónu þáttanna.

Fyrsti þáttur áttundu þáttaraðarinnar verður frumsýndur á Stöð 2 aðfaranótt mánudagsins 15. apríl, á sama tíma og annars staðar í heiminum. Fyrri þáttaraðir Game of Thrones er hægt að finna á Stöð 2 Maraþon.

Það er ýmislegt sem við sjáum í þessari stiklu, þó hún sé mjög dökk.

Við sjáum ör úr hrafntinnu (Dragonglass), næluna hans Tyrion, Needle, sverðið hennar Aryu, fjöður, brotin hjólastól Bran, gylltu hendi Jaime, keðju Daenerys og Longclaw, sverð Jon Snow.

Það sem vekur þó athygli er að Longclaw, sem er sverð Jon, virðist liggja á líki sem er búið að snjóa yfir. Ef þið pírið augun vel, þá sjáið þið einnig Næturkonunginn ganga út um hlið Winterfell í lok kitlunnar.

Hér að neðan má svo sjá tvær stuttar sjónvarpsauglýsingar sem birtar voru í gær. Það er þó lítið sem ekkert nýtt sem kemur fram í þeim.

Sjá einnig: Fyrsta stikla Game of Thrones og hvað þar er að finna


Tengdar fréttir

Game of Thrones: Sorgleg en tímabær endalok

Leikarar hinna gífurlega vinsælu þátta, Game of Thrones, eru einkar sorgmæddir yfir því að þættirnir séu að klárast þó þeim þyki tímabært að binda enda á þennan langa kafla.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.