Sport

Búið að breyta reglunum út af Dýrlingunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sean Payton, þjálfari Saints, brjálast eftir að dómararnir dæmdu ekki neitt í leiknum fræga.
Sean Payton, þjálfari Saints, brjálast eftir að dómararnir dæmdu ekki neitt í leiknum fræga. vísir/getty
Einn mesti skandall í sögu NFL-deildarinnar kom í undanúrslitaleik New Orleans Saints og LA Rams á síðustu leiktíð.

Þá tókst dómurum leiksins á einhvern óskiljanlegan hátt ekki að sjá ekki að sjá klárt brot á sóknarmanni Saints sem var að reyna að grípa boltann. Ekki mátti nota myndbandsupptökur til þess að skoða atvikið betur og því var ekkert dæmt. Ef leikmaður Saints hefði gripið boltann hefðu Dýrlingarnir líklega unnið leikinn og farið í Super Bowl. Þetta var rán.

Á fundi eigenda félaganna í gær var samþykkt að breyta reglunum á þann hátt að nú mega dómararnir skoða aftur brot þar sem grunur leikur á að varnarmaður hafi brotið á sóknarmanni sem er að grípa boltann. Svona á ekki að koma fyrir aftur.

Atkvæðagreiðslan fór 31-1 en Cincinnati Bengals var víst eina liðið í deildinni sem vildi ekki breyta þessu.

Það hefur allt verið brjálað í New Orleans síðan Super Bowl var í raun tekinn af liðinu og fólkinu í borginni og mótmæli borgarbúa stóðu í margar vikur. Var ýmislegt gera til að minna á dómaraskandalinn. Meðal annars voru keyptar auglýsingar í Atlanta þar sem Super Bowl fór fram. Borgarbúar neituðu síðan að horfa á úrslitaleikinn.

NFL

Tengdar fréttir

Þjálfari Saints: Munum líklega aldrei jafna okkur á þessu

Dómarar leiks New Orleans Saints og LA Rams voru í aðeins of stóru hlutverki í gær og yfirmaður dómaramála NFL-deildarinnar viðurkenndi að þeir hefðu gert mistök sem líklega kostaði Saints ferð í Super Bowl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×