Sport

Mun gefa leikmönnum sérstakar símapásur á liðsfundum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kliff Kingsbury kemur með nýja strauma í NFL-deildinni.
Kliff Kingsbury kemur með nýja strauma í NFL-deildinni. vísir/getty

Tímarnir breytast og mennirnir með. Þá verða menn að aðlaga sig og þjálfari Arizona Cardinals í NFL-deildinni, Kliff Kingsbury, mun feta nýja slóð næsta vetur.

Hann hefur verið að þjálfa háskólalið Texas Tech og ætlar að nýta reynsluna úr háskólaboltanum í NFL-deildinni. Kingsbury gerir sér grein fyrir því að leikmenn séu oft á tíðum háðir símanum sínum og ætlar því að gefa þeim símapásur á liðsfundum.

„Þá kitlar í fingurna að komast í símann,“ sagði Kingsbury en hann mun gefa símapásur á 20-30 mínútna fresti. Hann segir leikmennina ekki geta einbeitt sér lengur en það.

„Maður sér hendurnar fara á fullt og strákarnir eru allir á iði. Þá þurfa þeir að komast í símann til þess að kíkja á samfélagsmiðlana. Þá er ég búinn að missa athygli þeirra og því gott að taka pásu og láta þá svo koma aftur á fundinn með betri einbeitingu.“

Kingsbury þjálfaði Texas Tech í sex ár og segir að leikmenn geti ekki haldið athyglinni lengi á fundum í dag. Því verði hann að bregðast við.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.