Sport

Jon Jones stóðst lyfjaprófið fyrir bardagann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jones fagnar eftir bardagann gegn Gustafsson.
Jones fagnar eftir bardagann gegn Gustafsson. vísir/getty

Það lítur út fyrir að Jon Jones muni halda léttþungavigtarbeltinu hjá UFC eftir allt saman því hann stóðst lyfjaprófið sem hann fór í degi fyrir titilbardagann.

USADA-lyfjaeftirlitið hefur staðfest að lyfjapróf Jones hafi verið hreint daginn fyrir bardagann gegn Alexander Gustafsson.

Efnið sem fannst í honum í aðdraganda bardagans, og var ástæða þess að bardaginn var fluttur frá Las Vegas til Los Angeles, var ekki lengur til staðar.

Hinn 31 árs gamli Jones hefur í tvígang fallið á lyfjaprófi hjá USADA.

Ef allt gengur að óskum næstu vikur mun hann verja titilinn gegn Anthony Smith þann 2. mars. Fyrst þarf hann þó að fá keppnisleyfi í Las Vegas en mál hans þar verður tekið fyrir 29. janúar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.