Amanda Nunes senuþjófurinn á UFC 232 – Jones með öruggan sigur Pétur Marinó Jónsson skrifar 30. desember 2018 07:25 Jon Jones klárar Gustafsson í nótt. Vísir/Getty UFC 232 fór fram í nótt í Las Vegas þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Eftir umdeilda viku náði Jon Jones að endurheimta titilinn enn einu sinni. Jon Jones og Alexander Gustafsson mættust í aðalbardaga kvöldsins. Barist var upp á léttþungavigtartitilinn en síðasti meistari, Daniel Cormier, lét beltið af hendi á dögunum en hann er þó enn ríkjandi þungavigtarmeistari. Fyrri bardagi Jones og Gustafsson var magnaður en þessi var öllu rólegri. Jones reyndi að taka Gustafsson snemma niður en Svíinn sýndi frábæra felluvörn. Báðir virtust ætla að taka sér sinn tíma til að finna taktinn og var fyrsta lota fremur róleg. Önnur lota var aðeins fjörugri en Jones var betri að stjórna fjarlægðinni núna heldur en í fyrri bardaga þeirra með spörkum og leyfði Gustafsson ekki að koma nálægt sér. Í 3. lotu náði Jones svo góðri fellu og var Gustafsson í vandræðum með að standa upp. Jones komst í yfirburðarstöðu í gólfinu og kláraði bardagann í gólfinu með höggum. Stærsta augnablik kvöldsins átti hins vegar Amanda Nunes. Hún mætti fjaðurvigtarmeistaranum Cris ‘Cyborg’ Justino í sannkölluðum ofurbardaga þar sem bantamvigtarmeistarinn Nunes fór upp í fjaðurvigt til að skora á Cyborg. Nunes náði snemma einu lágsparki og byrjuðu þær strax að skiptast á höggum. Cyborg réðst fram árásargjörn en Nunes svaraði vel fyrir sig. Cyborg át nokkur góð högg frá Nunes og féll niður en komst aftur upp. Nunes hélt áfram að hitta og endaði á að rota Cyborg eftir aðeins 51 sekúndu í 1. lotu. Mögnuð frammistaða hjá Nunes og er hún nú fyrsta konan til að vinna belti í tveimur þyngdarflokkum í UFC. Nunes kemst á spjöld sögunnar og er aðeins þriðji keppandinn í sögu UFC sem er ríkjandi meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Aðeins Conor McGregor og Daniel Cormier hafa náð að vera meistarar í tveimur flokkum á sama tíma í UFC. Núna er Nunes með sigra gegn konum eins og Cyborg, Rondu Rousey, Mieshu Tate og Valentinu Shevchenko og hefur sennilega stimplað sig inn sem besta bardagakona allra tíma. Ótrúlegur sigur hjá Nunes. UFC 232 var ansi gott kvöld en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Tveir magnaðir bardagar falla í skuggann á umdeildu lyfjaprófi Jon Jones UFC 232 fer fram í nótt í Los Angeles og hefur mikið gengið á í vikunni. Lyfjapróf Jon Jones sýndi óvenjulegar niðurstöður og hafa því annars frábærir bardagar kvöldsins dálítið gleymst. 29. desember 2018 18:00 Allt í óreiðu í UFC: Staðsetningu breytt vegna óvenjulegs lyfjaprófs UFC 232 fer fram á laugardaginn 29. desember en það átti upphaflega að fara fram í Las Vegas en hefur verið fært til Los Angeles vegna óvenjulegs lyfjaprófs Jon Jones. 24. desember 2018 11:00 Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Sjá meira
UFC 232 fór fram í nótt í Las Vegas þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Eftir umdeilda viku náði Jon Jones að endurheimta titilinn enn einu sinni. Jon Jones og Alexander Gustafsson mættust í aðalbardaga kvöldsins. Barist var upp á léttþungavigtartitilinn en síðasti meistari, Daniel Cormier, lét beltið af hendi á dögunum en hann er þó enn ríkjandi þungavigtarmeistari. Fyrri bardagi Jones og Gustafsson var magnaður en þessi var öllu rólegri. Jones reyndi að taka Gustafsson snemma niður en Svíinn sýndi frábæra felluvörn. Báðir virtust ætla að taka sér sinn tíma til að finna taktinn og var fyrsta lota fremur róleg. Önnur lota var aðeins fjörugri en Jones var betri að stjórna fjarlægðinni núna heldur en í fyrri bardaga þeirra með spörkum og leyfði Gustafsson ekki að koma nálægt sér. Í 3. lotu náði Jones svo góðri fellu og var Gustafsson í vandræðum með að standa upp. Jones komst í yfirburðarstöðu í gólfinu og kláraði bardagann í gólfinu með höggum. Stærsta augnablik kvöldsins átti hins vegar Amanda Nunes. Hún mætti fjaðurvigtarmeistaranum Cris ‘Cyborg’ Justino í sannkölluðum ofurbardaga þar sem bantamvigtarmeistarinn Nunes fór upp í fjaðurvigt til að skora á Cyborg. Nunes náði snemma einu lágsparki og byrjuðu þær strax að skiptast á höggum. Cyborg réðst fram árásargjörn en Nunes svaraði vel fyrir sig. Cyborg át nokkur góð högg frá Nunes og féll niður en komst aftur upp. Nunes hélt áfram að hitta og endaði á að rota Cyborg eftir aðeins 51 sekúndu í 1. lotu. Mögnuð frammistaða hjá Nunes og er hún nú fyrsta konan til að vinna belti í tveimur þyngdarflokkum í UFC. Nunes kemst á spjöld sögunnar og er aðeins þriðji keppandinn í sögu UFC sem er ríkjandi meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Aðeins Conor McGregor og Daniel Cormier hafa náð að vera meistarar í tveimur flokkum á sama tíma í UFC. Núna er Nunes með sigra gegn konum eins og Cyborg, Rondu Rousey, Mieshu Tate og Valentinu Shevchenko og hefur sennilega stimplað sig inn sem besta bardagakona allra tíma. Ótrúlegur sigur hjá Nunes. UFC 232 var ansi gott kvöld en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Tveir magnaðir bardagar falla í skuggann á umdeildu lyfjaprófi Jon Jones UFC 232 fer fram í nótt í Los Angeles og hefur mikið gengið á í vikunni. Lyfjapróf Jon Jones sýndi óvenjulegar niðurstöður og hafa því annars frábærir bardagar kvöldsins dálítið gleymst. 29. desember 2018 18:00 Allt í óreiðu í UFC: Staðsetningu breytt vegna óvenjulegs lyfjaprófs UFC 232 fer fram á laugardaginn 29. desember en það átti upphaflega að fara fram í Las Vegas en hefur verið fært til Los Angeles vegna óvenjulegs lyfjaprófs Jon Jones. 24. desember 2018 11:00 Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Sjá meira
Tveir magnaðir bardagar falla í skuggann á umdeildu lyfjaprófi Jon Jones UFC 232 fer fram í nótt í Los Angeles og hefur mikið gengið á í vikunni. Lyfjapróf Jon Jones sýndi óvenjulegar niðurstöður og hafa því annars frábærir bardagar kvöldsins dálítið gleymst. 29. desember 2018 18:00
Allt í óreiðu í UFC: Staðsetningu breytt vegna óvenjulegs lyfjaprófs UFC 232 fer fram á laugardaginn 29. desember en það átti upphaflega að fara fram í Las Vegas en hefur verið fært til Los Angeles vegna óvenjulegs lyfjaprófs Jon Jones. 24. desember 2018 11:00