Verður Anthony Smith bara enn eitt fórnarlamb Jon Jones? Pétur Marinó Jónsson skrifar 2. mars 2019 12:30 Jon Jones og Anthony Smith. Vísir/Getty UFC 235 fer fram í nótt þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Þeir Jon Jones og Anthony Smith mætast um léttþungavigtartitilinn í aðalbardaga kvöldsins og eru ekki margir sem gefa Smith séns á sigri. Jon Jones ætlar að vera iðinn við kolann á þessu ári og langar að berjast þrjá til fjóra bardaga á árinu. Jones barðist síðast í desember 2018 þegar hann sigraði Alexander Gustafsson en undanfarin ár hefur hann lítið barist vegna vandræða hans utan búrsins. Jones hefur bara barist fjóra bardaga síðan 2015 og gæti nú loksins verið að sýna okkur bardagamanninn sem allir hafa lengi beðið eftir. Lyfjapróf hans verða þó alltaf í umræðunni en ef hann heldur sér á beinu brautinni og berst oft eru honum allir vegir færir. Í nótt mætir hann Anthony Smith og er óhætt að segja að fáir reikni með sigri hjá honum. Stuðullinn á Smith er afar hár og væri sigur hjá honum ein óvæntustu úrslit sögunnar. Stærsti möguleiki Smith er að ná að rota Jones en þó það þurfi bara eitt högg til að gera út af við bardaga er erfitt að sjá fyrir sér Jones rotast. Í 19 bardögum í UFC hefur Jones aldrei verið vankaður og hefur hann þegar mætt mönnum með svipaða eiginleika og Smith. Það lítur því allt út fyrir að Smith verði bara enn eitt fórnarlamb Jon Jones. Sagan hefur þó sýnt okkur að það er aldrei hægt að útiloka neitt í MMA og er Smith staðráðinn í að verða sá fyrsti til að leggja Jones að velli. Þó úrslitin séu ekki tvísýn fyrir bardagann er alltaf gaman að sjá einn þann besta leika listir sínar í búrinu. Fyrri titilbardagi kvöldsins er jafnari á pappírum en þar mætast þeir Tyron Woodley og Kamaru Usman um veltivigtartitil UFC. Woodley er ríkjandi meistari en Usman hefur unnið alla níu bardaga sína. UFC 235 verður sýnt á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 3 í nótt. MMA Tengdar fréttir UFC byrjað að hita upp fyrir risakvöld helgarinnar UFC 235 fer fram um næstu helgi í Las Vegas en þetta er eitt svakalegasta kvöld sem UFC hefur boðið upp á lengi. 27. febrúar 2019 14:00 Sami sterinn virðist vera fastur í Jon Jones | Fær að berjast á morgun Sagan endalausa með Jon Jones og lyfjapróf hélt áfram í gær er í ljós kom að fjögur lyfjapróf fyrir bardaga helgarinnar hefðu reynst jákvæð. 1. mars 2019 12:00 Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Sjá meira
UFC 235 fer fram í nótt þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Þeir Jon Jones og Anthony Smith mætast um léttþungavigtartitilinn í aðalbardaga kvöldsins og eru ekki margir sem gefa Smith séns á sigri. Jon Jones ætlar að vera iðinn við kolann á þessu ári og langar að berjast þrjá til fjóra bardaga á árinu. Jones barðist síðast í desember 2018 þegar hann sigraði Alexander Gustafsson en undanfarin ár hefur hann lítið barist vegna vandræða hans utan búrsins. Jones hefur bara barist fjóra bardaga síðan 2015 og gæti nú loksins verið að sýna okkur bardagamanninn sem allir hafa lengi beðið eftir. Lyfjapróf hans verða þó alltaf í umræðunni en ef hann heldur sér á beinu brautinni og berst oft eru honum allir vegir færir. Í nótt mætir hann Anthony Smith og er óhætt að segja að fáir reikni með sigri hjá honum. Stuðullinn á Smith er afar hár og væri sigur hjá honum ein óvæntustu úrslit sögunnar. Stærsti möguleiki Smith er að ná að rota Jones en þó það þurfi bara eitt högg til að gera út af við bardaga er erfitt að sjá fyrir sér Jones rotast. Í 19 bardögum í UFC hefur Jones aldrei verið vankaður og hefur hann þegar mætt mönnum með svipaða eiginleika og Smith. Það lítur því allt út fyrir að Smith verði bara enn eitt fórnarlamb Jon Jones. Sagan hefur þó sýnt okkur að það er aldrei hægt að útiloka neitt í MMA og er Smith staðráðinn í að verða sá fyrsti til að leggja Jones að velli. Þó úrslitin séu ekki tvísýn fyrir bardagann er alltaf gaman að sjá einn þann besta leika listir sínar í búrinu. Fyrri titilbardagi kvöldsins er jafnari á pappírum en þar mætast þeir Tyron Woodley og Kamaru Usman um veltivigtartitil UFC. Woodley er ríkjandi meistari en Usman hefur unnið alla níu bardaga sína. UFC 235 verður sýnt á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 3 í nótt.
MMA Tengdar fréttir UFC byrjað að hita upp fyrir risakvöld helgarinnar UFC 235 fer fram um næstu helgi í Las Vegas en þetta er eitt svakalegasta kvöld sem UFC hefur boðið upp á lengi. 27. febrúar 2019 14:00 Sami sterinn virðist vera fastur í Jon Jones | Fær að berjast á morgun Sagan endalausa með Jon Jones og lyfjapróf hélt áfram í gær er í ljós kom að fjögur lyfjapróf fyrir bardaga helgarinnar hefðu reynst jákvæð. 1. mars 2019 12:00 Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Sjá meira
UFC byrjað að hita upp fyrir risakvöld helgarinnar UFC 235 fer fram um næstu helgi í Las Vegas en þetta er eitt svakalegasta kvöld sem UFC hefur boðið upp á lengi. 27. febrúar 2019 14:00
Sami sterinn virðist vera fastur í Jon Jones | Fær að berjast á morgun Sagan endalausa með Jon Jones og lyfjapróf hélt áfram í gær er í ljós kom að fjögur lyfjapróf fyrir bardaga helgarinnar hefðu reynst jákvæð. 1. mars 2019 12:00
Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00