Sport

Lawler sannaði hversu mikill toppmaður hann er | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þarna má sjá svekktan Lawler en skömmustulegan Dean.
Þarna má sjá svekktan Lawler en skömmustulegan Dean. vísir/getty
Endalokin í bardaga Ben Askren og Robbie Lawler á UFC 235 um síðustu helgi voru afar umdeild en það sem eftir stendur er frábær hegðun Lawler.

Lawler byrjaði bardagann með látum, skellti Askren í gólfið og lumbraði á honum. Askren slapp svo frá honum og náði fljótt góðu taki á Lawler. Er Askren var með þétt tak á Lawler féll hönd Lawler í jörðina eins og hann hefði sofnað.

Herb Dean dómari reyndi að ná sambandi við Lawler en virtist ekki sjá er Lawler setur þumalinn upp. Hann stöðvaði því bardagann enda hans verk að gæta að öryggi bardagakappanna. Lawler var aftur á móti ekki sofnaður og því fljótur að kvarta yfir því að bardaginn hefði verið stöðvaður.





Margir hefðu brjálast eftir svona tap en Lawler tók sér aðeins nokkrar sekúndur í svekkelsið og sagði svo við Dean að þetta væri allt í lagi. Dean stóð eftir frekar skömmustulegur.

Lawler kallaði síðar Dean til sín, hrósaði honum fyrir að vera frábær dómari og sagði að svona gæti alltaf komið fyrir. Eðlilega hefur Lawler mikið verið hrósað fyrir þessa framkomu á erfiðri stundu.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×