Sport

Meistarinn grét í örmum mömmu andstæðingsins | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Usman grátandi á öxlinni á móður Tyron Woodley. Mögnuð stund.
Usman grátandi á öxlinni á móður Tyron Woodley. Mögnuð stund.
Kamaru Usman var tilfinningaríkur eftir að hafa tryggt sér veltivigtartitilinn hjá UFC og hann meira að segja grét er hann hitti móður Tyron Woodley skömmu eftir bardaga þeirra.

Mamma Woodley er mikill karakter og hefur áður slegið í gegn. Hún tók tapi sonarins vel, faðmaði Usman að sér og óskaði honum til hamingju. Sagði að nú hefði verið komið að honum.





Svo hvatti hún Usman til dáða. Sagði honum að halda áfram að leggja hart að sér því að menn myndu sækja að honum þar sem hann væri nú orðinn meistari.

Þessi orð og faðmlagið frá mömmu Woodley skiptu Usman augljóslega miklu máli því það féllu tár frá meistaranum á öxl móðurinnar.

Usman er fyrsti UFC-meistarinn frá Afríku en hann er fæddur í Nígeríu.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×