Sport

Lést eftir að hafa fengið hafnabolta í höfuðið á vellinum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Frá leik á Dodger Stadium.
Frá leik á Dodger Stadium. vísir/getty
79 ára gömul amma varð fyrir því óláni að fá hafnabolta í höfuðið og lést af sárum sínum nokkrum dögum síðar.

Atvikið átti sér stað á Dodger Stadium í ágúst. Linda Goldbloom sat fyrir aftan öryggisnetið þar sem leikmenn slá. Boltinn fór yfir netið og beint í höfuð hennar eftir að leikmaður sló boltann aftur fyrir sig.

Höggið var nokkuð fast og blæddi inn á höfuð Goldbloom. Þau meiðsli drógu hana til dauða nokkrum dögum síðar.

Þetta dauðsfall hefur vakið upp umræðu um öryggi á hafnaboltaleikjum og hversu hátt öryggisnetið þarf að vera. Liðin í MLB-deildinni eru misdugleg að sinna þessum öryggisþætti og þó nokkrir áhorfendur slasast á síðustu árum.

Þetta er þriðja dauðsfallið í sögu MLB sem má rekja til þess að áhorfandi hafi fengið bolta í höfuðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×