Sport

Ekki færri horft á Super Bowl í tólf ár

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr Super Bowl-leiknum.
Úr Super Bowl-leiknum. vísir/getty

Áhorfstölurnar fyrir Super Bowl-leikinn í ár eru vonbrigði fyrir NFL-deildina enda ekki færri horft á leikinn í tólf ár.

Að meðaltali voru 98,2 milljónir Bandaríkjamanna að horfa á leikinn. Í heildina horfðu 100,7 milljónir Bandaríkjamanna á leikinn segir CBS sem sendi leikinn út að þessu sinni. Leikurinn var einkar óspennandi að þessu sinni og aldrei eins lítið skorað. Það hefur eflaust haft sín áhrif.

Það hefur smá áhrif líka að aðeins 26 prósent fólks í New Orleans horfðu á leikinn en fólk þar í borg var að mótmæla dómaraskandalnum í undanúrslitunum með því að horfa ekki á leikinn.

Í staðinn voru haldin alls konar teiti til þess að mótmæla Super Bowl. Viðburðir eins og Boycott Bowl. Íbúar borgarinnar héldu sína eigin veislu og eru ansi góðir í því.


Tengdar fréttir

Goðsagnir NFL-deildarinnar í frábærri auglýsingu

Af mörgum góðum auglýsingum í gær þá höfðu NFL-aðdáendur mest gaman af auglýsingu frá deildinni sjálfri þar sem margar af helstu goðsögnum deildarinnar komu við sögu.

Tom Brady tók við bikarnum með stelpuna sína í fanginu

Vivian Lake, sex ára dóttir Tom Brady, stal senuninni í verðlaunaafhendingunni í nótt þegar New England Patriots tryggði sér sinn sjötta meistaratitil á sautján árum eftir sigur í Super Bowl í Atlanta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×