Sport

Ekki færri horft á Super Bowl í tólf ár

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr Super Bowl-leiknum.
Úr Super Bowl-leiknum. vísir/getty

Áhorfstölurnar fyrir Super Bowl-leikinn í ár eru vonbrigði fyrir NFL-deildina enda ekki færri horft á leikinn í tólf ár.

Að meðaltali voru 98,2 milljónir Bandaríkjamanna að horfa á leikinn. Í heildina horfðu 100,7 milljónir Bandaríkjamanna á leikinn segir CBS sem sendi leikinn út að þessu sinni. Leikurinn var einkar óspennandi að þessu sinni og aldrei eins lítið skorað. Það hefur eflaust haft sín áhrif.

Það hefur smá áhrif líka að aðeins 26 prósent fólks í New Orleans horfðu á leikinn en fólk þar í borg var að mótmæla dómaraskandalnum í undanúrslitunum með því að horfa ekki á leikinn.

Í staðinn voru haldin alls konar teiti til þess að mótmæla Super Bowl. Viðburðir eins og Boycott Bowl. Íbúar borgarinnar héldu sína eigin veislu og eru ansi góðir í því.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.