Sport

Hrækti út úr sér tönn í miðjum bardaga | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rawlings (til hægri) í "bare knuckle“ bardaga á síðasta ári.
Rawlings (til hægri) í "bare knuckle“ bardaga á síðasta ári. vísir/getty

Fyrrum UFC-bardagakonan Bec Rawlings tók upp á því að taka þátt í bardögum án hanska eftir UFC og það hefur haft sínar afleiðingar.

Hún berst fyrir „Bare Knuckle fighting championship“ og eins og nafnið gefur til kynna er þetta eins hart og það verður.Í síðasta bardaga sínum lenti Rawlings í því að tönn losnaði úr munninum á henni í miðjum hörkubardaga. Það truflaði hana ekki mikið. Hún hrækti bara tönninni út úr sér og hélt áfram.

Það sem meira er þá vann hún bardagann en hún ætlar sér stóra hluti á þessum vettvangi og með þessum sigri var hún að verja belti sem hún átti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.