Tottenham kláraði Leicester

Dagur Lárusson skrifar
Son klárar leikinn.
Son klárar leikinn. vísir/getty
Davinson Sanchez, Christian Eriksen og Heung Min Son skoruðu mörkin þrjú í 3-1 sigri Tottenham á Leicester á Wembley í dag.

 

Tottenham var sem fyrr án þeirra Harry Kane og Dele Alli en það var ekkert vandamál í dag. 

 

Tottenham skoraði fyrsta mark leiksins á 33. mínútu þegar Christian Eriksen gaf frábæra fyrirgjöf inní teig, beint á kollinn á Davinson Sanchez sem skoraði og var staðan 1-0 í hálfleik.

 

Liðsmenn Leicester mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleikinn og fengu dæmda vítaspyrnu á 60. mínútu. Jamie Vardy kom inná rétt fyrir spyrnuna, tók hana sjálfur en lét Hugo Lloris verja frá sér.

 

Þetta nýttu liðsmenn Tottenham sér því aðeins nokkrum mínútum seinna skoraði Christian Eriksen og kom Tottenham í 2-0.

 

Leicester neitaði þó að gefast upp og náði Jamie Vardy að gera upp fyrir vítspyrnuna á 76. mínútu þegar hann  minnkaði muninn fyrir refina.

 

Liðsmenn Leicester reyndu hvað þeir gátu að jafna metin sem skyldi eftir autt pláss í vörninni og það nýtti Son sér í uppbótartíma en þá skoraði hann, einn á móti markverðinum.

 

Eftir leikinn er Tottenham með 60 stig, fimm stigum á eftir Liverpool og tveimur stigum á eftir Manchester City.

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira