Innlent

Mótmæltu kynferðisofbeldi og Klaustursmönnum við Alþingishúsið

Heimir Már Pétursson skrifar

Fimm konur með klút fyrir andliti og með sólgleraugu frömdu táknrænan gjörning við Alþingi í dag þegar þær settu „Fokk ofbeldi“-húfu á styttuna af Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konunni sem kjörin var á þing á Íslandi.

Ein þeirra fór upp álstiga til að setja húfuna á styttuna en ekki leið á löngu áður en þingvörður kom á vettvang og bað konurnar vinsamlega um að fjarlægja húfuna. Þær urðu við því. Með þessu uppátæki vildu konurnar mótmæla kynferðislegu ofbeldi á Alþingi.

Myndband af atvikinu má sjá efst í fréttinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.