Sport

Átta keppendur og sextán manna hópur frá Íslandi á HM í alpagreinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sturla Snær Snorrason var líka með á ÓL 2018 og HM 2017.
Sturla Snær Snorrason var líka með á ÓL 2018 og HM 2017. Mynd/Instagram/skidasamband
Ísland sendir fjölmennan hóp á heimsmeistaramótið í alpagreinum sem fer fram í Åre í Svíþjóð í næsta mánuði.

Átta keppendur og átta aðstoðarmenn fara frá Íslandi á mótið. Mótið fer fram dagana 5. til 17.febrúar 2019 en valið var eftir áður útgefinni valreglu eins og fram kemur í frétt á heimasíðu Skíðasambands Íslands.

Tvö í hópnum voru einnig með á Ólympíuleikunum í PyeongChang í fyrra, Freydís Halla Einarsdóttir og Sturla Snær Snorrason og fjögur voru með á síðasta HM í alpagreinum sem fór fram í Saint Moritz í Sviss árið 2017.

Þau sem voru líka með á síðasta HM fyrir tveimur árum eru Andrea Björk Birkisdóttir, Freydís Halla Einarsdóttir, Kristinn Logi Auðunsson og Sturla Snær Snorrason.

Allir íslensku keppendurnir munu taka þátt í undankeppnum fyrir svig og stórsvig. Úr undankeppni komast 25 efstu keppendurnir áfram í aðalkeppnina.



Keppendur Íslands á HM 2019:

Konur

Andrea Björk Birkisdóttir

Freydís Halla Einarsdóttir

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir

María Finnbogadóttir

Karlar

Gísli Rafn Guðmundsson

Kristinn Logi Auðunsson

Sigurður Hauksson

Sturla Snær Snorrason

Starfsfólk Íslands á HM:

Jón Viðar Þorvaldsson - Fararstjóri

Fjalar Úlfarsson - Aðalþjálfari

Egill Ingi Jónsson - Þjálfari

Grímur Rúnarsson - Þjálfari

María Magnúsdóttir - Sjúkraþjálfari

Brynja Þorsteinsdóttir - Aðstoð

Sturla Höskuldsson - Aðstoð

Einar Þór Bjarnason - Formaður

Dagskrá móta á HM 2019:

Konur

11.feb - Undankeppni í stórsvigi

14.feb - Aðalkeppni í stórsvigi

15.feb - Undankeppni í svigi

16.feb - Aðalkeppni í svigi

Karlar

14.feb - Undankeppni í stórsvigi

15.feb - Aðalkeppni í stórsvigi

16.feb - Undankeppni í svigi

17.feb - Aðalkeppni í svigi






Fleiri fréttir

Sjá meira


×