Sport

Gunnar mun ekki fá þyngdarflokkinn sem hann dreymir um

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dana White segir að allt tal um 165 punda þyngdarflokk sé kjaftæði.
Dana White segir að allt tal um 165 punda þyngdarflokk sé kjaftæði. vísir/getty
Gunnar Nelson, og margir fleiri bardagakappar, hafa biðlað til UFC að byrja með nýjan þyngdarflokk. Það er ekki stemning fyrir því hjá forseta UFC, Dana White.

Gunnar keppir í veltivigt sem er 170 punda flokkur. Okkar maður vildi gjarna keppa í 165 punda flokki og telur að með því að búa til þann flokk muni þeir losna við allt of þungu mennina í veltivigtinni.

Vísir spurði Dana White, forseta UFC, út í möguleikann á nýjum þyngdarflokki í Kanada á dögunum og svör forsetans voru nokkuð afdráttarlaus.

„Það er ekki til neinn 165 punda flokkur,“ sagði White nokkuð hvass er hann var spurður út í möguleikann á þessum þyngdarflokki. Hann var því spurður aftur út í hvort slíkar breytingar standi til enda margir beðið um þennan nýja þyngdarflokk.

„Nei, hann er ekki að koma. Það var allt kjaftæði sem var sagt um það. Það var ekki einu sinni rætt um að byrja með þennan flokk. Það er aldrei að fara að gerast.“

Þrátt fyrir þessi afdráttarlausu svör forsetans þá eru margir á því að UFC muni snúast hugur. Ekki síst ef sambandið lætur verða af því að hætta með fluguvigtina.



Klippa: Dana um nýjan þyngdarflokk
MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×