Sport

Agla María og Valgarð íþróttafólk Kópavogs

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Valgarð og Agla ásamt Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra Kópavogs og Jóni Finnbogasyni, formanni íþróttaráðs Kópavogs.
Valgarð og Agla ásamt Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra Kópavogs og Jóni Finnbogasyni, formanni íþróttaráðs Kópavogs. mynd/kópavogsbær
Knattspyrnukonan Agla María Albertsdóttir og fimleikamaðurinn Valgarð Reinharðsson eru íþróttafólk Kópavogs árið 2018 en kjörið var kunngjört á íþróttahátíð Kópavogs í kvöld.

Agla María var í lykilhlutverki í liði Breiðabliks sem varð Íslands- og bikarmeistari í sumar. Fáir áttu von á þessum árangri frá ungu liði Blika en Agla María spilaði alla leiki liðsins í sumar. Hún skoraði níu mörk sjálf og átti fjölmargar stoðsendingar.

Agla María spilaði 10 A-landsleiki á árinu en íslenska landsliðið var hársbreidd frá því að komast á HM í fyrsta sinn.



Valgarð varð á árinu fyrsti Íslendingurinn til þess að keppa í úrslitum á stökki þegar hann komst í úrslit á EM í Glasgow. Hann lenti þar í áttunda sæti. Valgarð varð Íslandsmeistari í fjölþraut og í fjórum einstökum greinum. Þá var hann bruðarstóplpi í liði Gerplu sem sigraði Bkarmót FSÍ annað árið í röð.

Valgarð varð í lok árs einn af tíu efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×