Innlent

Kjósa viðbótarvaraforseta hverra hæfi er óumdeilt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Allir fulltrúar í forsætisnefnd Alþingis hafa lýst yfir vanhæfi í málinu.
Allir fulltrúar í forsætisnefnd Alþingis hafa lýst yfir vanhæfi í málinu. Alþingi

Viðbótarvaraforsetar verða kosnir í forsætisnefnd Alþingis sem hefur það verkefni að fjalla um Klaustursmálið og koma því til Siðanefndar. Forsætisnefnd fjallaði um málið í dag og formenn þingflokkanna í dag og er samstaða meðal flokka að fara þessa leið.

Steingrímur J. Sigúfsson, forseti Alþingis, segir að um hefðbundna leið sé að ræða þegar upp komi hæfivandi. Allir fulltrúar í forsætisnefnd höfðu lýst yfir vanhæfi í málinu.

Viðbótarvaraforsetarnir verða kosnir úr röðum þeirra þingmanna sem óumdeilt er að séu hæfir til að fjalla um málið. Hafi ekki tjáð sig um það í ræðu eða riti. Þannig orki hæfi þeirra ekki tvímælis.

„Þeir taka þá við málinu því þeir eru hæfir til þess að fjalla um það,“ segir Steingrímur í samtali við Vísi. Ekki liggur fyrir hve margir þeir verði en reikna má með því að þeir verði tveir eða þrír.

Viðbótarvaraforsetarnir munu mynda eins konar undirnefnd forsætisnefndar en hennar eina hlutverk verður meðferð Klaustursmálsins og í hvaða farveg það fari. Hvort því verði vísað til siðanefndar þingsins eða ekki.

Alþingi kemur saman á mánudaginn og reiknar Steingrímur með því að kosning viðbótavaraforseta fari fram í framhaldinu, líklega á þriðjudag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.