Drekinn að ná í stélið á erninum Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2019 23:24 Frá 90 ára afmælishátíð kínverska hersins árið 2017. Vísir/Getty Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. Að einhverju leyti séu Kínverjar fremstir í heiminum þegar komi að háþróuðum vopnum. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna segja þó að líklegast mörg ár séu í að Kínverjar geti náð hernaðaryfirburðum Bandaríkjanna og þá sérstaklega vegna þess hve óreyndur herafli Kína sé. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu DIA, leyniþjónustu herafla Bandaríkjanna, þar sem einnig kemur fram að Bandaríkin þurfi að spýta í lófana, ætli þau að halda yfirráðum sínum yfir Kyrrahafinu og tryggja öryggi bandamanna sinna. Þetta er fyrsta opinbera skýrsla stofnunarinnar um hernaðargetu Kínverja og ber hún nafnið „China Military Power: Modernizing A Force to Fight and Win“. Það er í samræmi við nýja varnarstefnu Bandaríkjanna sem opinberuð var fyrir rúmu ári síðan. Í stuttu máli snýst hún um að Bandaríkin ætli að leggja minni áherslu á stríðið gegn hryðjuverkum og leggja meira kapp í að sporna gegn vaxandi mætti Kína og Rússlands. Sjá einnig: Snúa sér að Kína og Rússlandi Starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Patrick Shanahan, tók við sem aðstoðarráðherra árið 2017 og hefur síðan þá lagt mikla áherslu á að sporna gegn Kína. Washington Post segir hernaðaryfirvöld segja að fjárveitingarbeiðni heraflans fyrir árið 2020, sem opinberuð verður í næsta mánuði, muni varpa frekara ljósi á nýjar áherslur hernaðaryfirvalda. Sífelt meiri fjárútlát til hersins Greiningaraðilar DIA áætla að fjárveitingar til hers Kína hafi líklega verið rúmlega 200 milljarðar dala á síðasta ári. Fjárútlát til hersins hafa því þrefaldast frá 2002. Það er þó enn töluvert lægra en fjárútlát Bandaríkjanna til hernaðarmála sem voru um 700 milljarðar dala í fyrra. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar getað nútímavætt herafla sinn mun ódýrar en aðrir með því að kaupa og jafnvel stela tækni af öðrum ríkjum. Sjá einnig: Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum Umsvif Kínverja hafa aukist á undanförnum árum með hernaðaruppbyggingu þeirra í Suður-Kínahafi, þar sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls hafsins. Sömuleiðis hefur ríkið byggt sína fyrstu herstöð utan Asíu og var það gert í Djibútí. Rúmlega tvær milljónir manna tilheyra her Kína.Vísir/Getty Þá hafa starfsmenn DIA sérstakar áhyggjur af því að sjálfstraust Kínverja virðist sífellt vera að aukast og þeir telji sig undirbúna fyrir milliríkjaátök og kannski sérstaklega að beita hernum gegn Taívan. Fjölmiðlar í Kína segja einn hæst setta hershöfðingja landsins nýlega hafa varað yfirmann flota Bandaríkjanna við því að Bandaríkin styddu sjálfstæði Taívan. „Ef einhver ætlar sér að aðskilja Taívan frá Kína, mun kínverski herinn vernda samheldni þjóðarinnar og fullveldi,“ á hershöfðinginn Li Zuocheng að hafa sagt við aðmírálinn John Richardson á fundi í Peking. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan en samskiptin hafa þó batnað allra síðustu ár. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Bandaríkin Djíbútí Kína Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Kínverjar hökkuðu sig inn í viðkvæm gögn bandaríska sjóhersins Tölvuþrjótar á vegum kínverskra yfirvalda brutu sér leið inn í tölvur verktaka á vegum bandaríska sjóhersins. Þar komust þeir yfir viðkvæm gögn sem tengjast kafbátahernaði sjóhersins, þar á meðal áætlunum um nýja tegund flugskeyta sem ætlaðar eru kafbátum. 8. júní 2018 23:30 Bandarískum herskipum siglt nærri Taívan "Floti Bandaríkjanna mun áfram fljúga, sigla og starfa alls staðar þar sem alþjóðalög leyfa.“ 22. október 2018 18:13 Hafa meiri áhyggjur af Kína en Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Japan sagði fyrr í mánuðinum að umsvif Kínverja nærri Japan hefðu aukist og ríkið væri að byggja upp getuna til að teygja anga sína til fjarlægra hafa. 20. mars 2018 11:52 Segir Kína heyja „kalt stríð“ gegn Bandaríkjunum Háttsettur starfsmaður CIA segir Kína heyja kalt stríð gegn Bandaríkjunum, með því markmiði að velta ríkinu úr sessi sem helsta veldi heimsins. 21. júlí 2018 21:24 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Fleiri fréttir Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Sjá meira
Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. Að einhverju leyti séu Kínverjar fremstir í heiminum þegar komi að háþróuðum vopnum. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna segja þó að líklegast mörg ár séu í að Kínverjar geti náð hernaðaryfirburðum Bandaríkjanna og þá sérstaklega vegna þess hve óreyndur herafli Kína sé. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu DIA, leyniþjónustu herafla Bandaríkjanna, þar sem einnig kemur fram að Bandaríkin þurfi að spýta í lófana, ætli þau að halda yfirráðum sínum yfir Kyrrahafinu og tryggja öryggi bandamanna sinna. Þetta er fyrsta opinbera skýrsla stofnunarinnar um hernaðargetu Kínverja og ber hún nafnið „China Military Power: Modernizing A Force to Fight and Win“. Það er í samræmi við nýja varnarstefnu Bandaríkjanna sem opinberuð var fyrir rúmu ári síðan. Í stuttu máli snýst hún um að Bandaríkin ætli að leggja minni áherslu á stríðið gegn hryðjuverkum og leggja meira kapp í að sporna gegn vaxandi mætti Kína og Rússlands. Sjá einnig: Snúa sér að Kína og Rússlandi Starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Patrick Shanahan, tók við sem aðstoðarráðherra árið 2017 og hefur síðan þá lagt mikla áherslu á að sporna gegn Kína. Washington Post segir hernaðaryfirvöld segja að fjárveitingarbeiðni heraflans fyrir árið 2020, sem opinberuð verður í næsta mánuði, muni varpa frekara ljósi á nýjar áherslur hernaðaryfirvalda. Sífelt meiri fjárútlát til hersins Greiningaraðilar DIA áætla að fjárveitingar til hers Kína hafi líklega verið rúmlega 200 milljarðar dala á síðasta ári. Fjárútlát til hersins hafa því þrefaldast frá 2002. Það er þó enn töluvert lægra en fjárútlát Bandaríkjanna til hernaðarmála sem voru um 700 milljarðar dala í fyrra. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar getað nútímavætt herafla sinn mun ódýrar en aðrir með því að kaupa og jafnvel stela tækni af öðrum ríkjum. Sjá einnig: Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum Umsvif Kínverja hafa aukist á undanförnum árum með hernaðaruppbyggingu þeirra í Suður-Kínahafi, þar sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls hafsins. Sömuleiðis hefur ríkið byggt sína fyrstu herstöð utan Asíu og var það gert í Djibútí. Rúmlega tvær milljónir manna tilheyra her Kína.Vísir/Getty Þá hafa starfsmenn DIA sérstakar áhyggjur af því að sjálfstraust Kínverja virðist sífellt vera að aukast og þeir telji sig undirbúna fyrir milliríkjaátök og kannski sérstaklega að beita hernum gegn Taívan. Fjölmiðlar í Kína segja einn hæst setta hershöfðingja landsins nýlega hafa varað yfirmann flota Bandaríkjanna við því að Bandaríkin styddu sjálfstæði Taívan. „Ef einhver ætlar sér að aðskilja Taívan frá Kína, mun kínverski herinn vernda samheldni þjóðarinnar og fullveldi,“ á hershöfðinginn Li Zuocheng að hafa sagt við aðmírálinn John Richardson á fundi í Peking. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan en samskiptin hafa þó batnað allra síðustu ár. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei.
Bandaríkin Djíbútí Kína Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Kínverjar hökkuðu sig inn í viðkvæm gögn bandaríska sjóhersins Tölvuþrjótar á vegum kínverskra yfirvalda brutu sér leið inn í tölvur verktaka á vegum bandaríska sjóhersins. Þar komust þeir yfir viðkvæm gögn sem tengjast kafbátahernaði sjóhersins, þar á meðal áætlunum um nýja tegund flugskeyta sem ætlaðar eru kafbátum. 8. júní 2018 23:30 Bandarískum herskipum siglt nærri Taívan "Floti Bandaríkjanna mun áfram fljúga, sigla og starfa alls staðar þar sem alþjóðalög leyfa.“ 22. október 2018 18:13 Hafa meiri áhyggjur af Kína en Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Japan sagði fyrr í mánuðinum að umsvif Kínverja nærri Japan hefðu aukist og ríkið væri að byggja upp getuna til að teygja anga sína til fjarlægra hafa. 20. mars 2018 11:52 Segir Kína heyja „kalt stríð“ gegn Bandaríkjunum Háttsettur starfsmaður CIA segir Kína heyja kalt stríð gegn Bandaríkjunum, með því markmiði að velta ríkinu úr sessi sem helsta veldi heimsins. 21. júlí 2018 21:24 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Fleiri fréttir Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Sjá meira
Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08
Kínverjar hökkuðu sig inn í viðkvæm gögn bandaríska sjóhersins Tölvuþrjótar á vegum kínverskra yfirvalda brutu sér leið inn í tölvur verktaka á vegum bandaríska sjóhersins. Þar komust þeir yfir viðkvæm gögn sem tengjast kafbátahernaði sjóhersins, þar á meðal áætlunum um nýja tegund flugskeyta sem ætlaðar eru kafbátum. 8. júní 2018 23:30
Bandarískum herskipum siglt nærri Taívan "Floti Bandaríkjanna mun áfram fljúga, sigla og starfa alls staðar þar sem alþjóðalög leyfa.“ 22. október 2018 18:13
Hafa meiri áhyggjur af Kína en Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Japan sagði fyrr í mánuðinum að umsvif Kínverja nærri Japan hefðu aukist og ríkið væri að byggja upp getuna til að teygja anga sína til fjarlægra hafa. 20. mars 2018 11:52
Segir Kína heyja „kalt stríð“ gegn Bandaríkjunum Háttsettur starfsmaður CIA segir Kína heyja kalt stríð gegn Bandaríkjunum, með því markmiði að velta ríkinu úr sessi sem helsta veldi heimsins. 21. júlí 2018 21:24
Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49