Verður T.J. Dillashaw tvöfaldur meistari? Pétur Marinó Jónsson skrifar 19. janúar 2019 08:00 Henry Cejudo og T.J. Dillashaw í skrautlegum klæðnaði á blaðamannafundinum. Vísir/Getty Í kvöld mætast þeir Henry Cejudo og T.J. Dillashaw um fluguvigtartitil UFC. Dillashaw getur skrifað nafn sitt á spjöld sögunnar með sigri en það gæti reynst dýrt fyrir aðra bardagamenn. Ríkjandi bantamvigtarmeistari (61 kg), T.J. Dillashaw, fer niður í fluguvigt (57 kg) og skorar á meistarann Henry Cejudo. Aðeins þremur keppendum hefur tekist að verða meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma í UFC og ætlar Dillashaw að verða sá fjórði. Árið 2018 var ár ofurbardaganna enda urðu þau Daniel Cormier og Amanda Nunes tvöfaldir meistarar á síðasta ári en fram að því hafði aðeins Conor McGregor leikið það eftir. Dillashaw þurfti að leggja mikið á sig til að geta komið sér niður í 125 pundin. Dillashaw náði tilsettri þyngd í gær og sagði að niðurskurðurinn hefði verið gífurlega vísindalega undirbúinn. Hann var eðlilega grennri og meira skorinn en oft áður en Dillashaw leit ekki út fyrir að vera þjáður og skraufþurr í vigtuninni í gær. Fluguvigtin í UFC hefur oft átt undir högg að sækja og ekki alltaf fengið náð fyrir augum bardagaaðdáenda. Nokkrir bardagamenn í fluguvigtinni hafa fengið sparkið á síðustu mánuðum og fengið þau skilaboð að UFC ætli að leggja niður þyngdarflokkinn. Demetrious Johnson var fyrsti og eini meistarinn í sögu þyngdarflokkins í UFC þar til Henry Cejudo sigraði hann í fyrra. Nú er talið að ef Dillashaw vinni fluguvigtarbeltið verði flokkurinn hreinlega lagður niður í UFC. Henry Cejudo er því ekki bara að verja sinn titil heldur mögulega að verja starfsöryggi kollega í þyngdarflokknum. Á blaðamannafundinum á fimmtudaginn mætti Cejudo með gervisnák en Dillashaw var kallaður „snákur í grasinu“ af Conor McGregor og svikari. Dillashaw hefur aftur á móti tekið þessu viðurnefni opnum örmum og er kennimerki hans í dag snákur. Cejudo tók gervisnák úr poka og lamdi honum í gólfið til marks um hvað hann ætli sér að gera við Dillashaw í kvöld. Menn fara greinilega sínar leiðir til að vekja athygli. Bardagakvöldið í kvöld markar nýtt upphaf hjá UFC í Bandaríkjunum en það verður það fyrsta sem sýnt verður á ESPN sjónvarpsstöðinni. Fyrrum NFL-maðurinn Greg Hardy er í næstsíðasta bardaga kvöldsins þrátt fyrir að vera aðeins að berjast sinn fyrsta bardaga í UFC. Kvöldið er hlaðið skemmtilegum bardögum og verður sýnt í beinni á Stöð 2 Sport kl. 3 í nótt. MMA Tengdar fréttir Nýtt belti hjá UFC um helgina | Conor spenntur UFC tilkynnti í dag að barist verði um nýtt belti hjá bardagasambandinu um helgina. Legacy championship belt kalla þeir nýja beltið. 18. janúar 2019 18:30 Dana: Ég tek ekki þátt í þessu kjaftæði með ykkur Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, þreytir frumraun sína hjá UFC um helgina. UFC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Hardy sem á skrautlega fortíð. 18. janúar 2019 13:00 Mætti á sviðið með Ólympíugull um hálsinn og „snák“ í poka | Myndband Það er rosalegur bardagi á dagskrá hjá UFC um helgina er tveir meistarar mætast. Þeir hittust í gær og sú uppákoma var afar sérstök. 18. janúar 2019 15:45 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Í kvöld mætast þeir Henry Cejudo og T.J. Dillashaw um fluguvigtartitil UFC. Dillashaw getur skrifað nafn sitt á spjöld sögunnar með sigri en það gæti reynst dýrt fyrir aðra bardagamenn. Ríkjandi bantamvigtarmeistari (61 kg), T.J. Dillashaw, fer niður í fluguvigt (57 kg) og skorar á meistarann Henry Cejudo. Aðeins þremur keppendum hefur tekist að verða meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma í UFC og ætlar Dillashaw að verða sá fjórði. Árið 2018 var ár ofurbardaganna enda urðu þau Daniel Cormier og Amanda Nunes tvöfaldir meistarar á síðasta ári en fram að því hafði aðeins Conor McGregor leikið það eftir. Dillashaw þurfti að leggja mikið á sig til að geta komið sér niður í 125 pundin. Dillashaw náði tilsettri þyngd í gær og sagði að niðurskurðurinn hefði verið gífurlega vísindalega undirbúinn. Hann var eðlilega grennri og meira skorinn en oft áður en Dillashaw leit ekki út fyrir að vera þjáður og skraufþurr í vigtuninni í gær. Fluguvigtin í UFC hefur oft átt undir högg að sækja og ekki alltaf fengið náð fyrir augum bardagaaðdáenda. Nokkrir bardagamenn í fluguvigtinni hafa fengið sparkið á síðustu mánuðum og fengið þau skilaboð að UFC ætli að leggja niður þyngdarflokkinn. Demetrious Johnson var fyrsti og eini meistarinn í sögu þyngdarflokkins í UFC þar til Henry Cejudo sigraði hann í fyrra. Nú er talið að ef Dillashaw vinni fluguvigtarbeltið verði flokkurinn hreinlega lagður niður í UFC. Henry Cejudo er því ekki bara að verja sinn titil heldur mögulega að verja starfsöryggi kollega í þyngdarflokknum. Á blaðamannafundinum á fimmtudaginn mætti Cejudo með gervisnák en Dillashaw var kallaður „snákur í grasinu“ af Conor McGregor og svikari. Dillashaw hefur aftur á móti tekið þessu viðurnefni opnum örmum og er kennimerki hans í dag snákur. Cejudo tók gervisnák úr poka og lamdi honum í gólfið til marks um hvað hann ætli sér að gera við Dillashaw í kvöld. Menn fara greinilega sínar leiðir til að vekja athygli. Bardagakvöldið í kvöld markar nýtt upphaf hjá UFC í Bandaríkjunum en það verður það fyrsta sem sýnt verður á ESPN sjónvarpsstöðinni. Fyrrum NFL-maðurinn Greg Hardy er í næstsíðasta bardaga kvöldsins þrátt fyrir að vera aðeins að berjast sinn fyrsta bardaga í UFC. Kvöldið er hlaðið skemmtilegum bardögum og verður sýnt í beinni á Stöð 2 Sport kl. 3 í nótt.
MMA Tengdar fréttir Nýtt belti hjá UFC um helgina | Conor spenntur UFC tilkynnti í dag að barist verði um nýtt belti hjá bardagasambandinu um helgina. Legacy championship belt kalla þeir nýja beltið. 18. janúar 2019 18:30 Dana: Ég tek ekki þátt í þessu kjaftæði með ykkur Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, þreytir frumraun sína hjá UFC um helgina. UFC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Hardy sem á skrautlega fortíð. 18. janúar 2019 13:00 Mætti á sviðið með Ólympíugull um hálsinn og „snák“ í poka | Myndband Það er rosalegur bardagi á dagskrá hjá UFC um helgina er tveir meistarar mætast. Þeir hittust í gær og sú uppákoma var afar sérstök. 18. janúar 2019 15:45 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Nýtt belti hjá UFC um helgina | Conor spenntur UFC tilkynnti í dag að barist verði um nýtt belti hjá bardagasambandinu um helgina. Legacy championship belt kalla þeir nýja beltið. 18. janúar 2019 18:30
Dana: Ég tek ekki þátt í þessu kjaftæði með ykkur Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, þreytir frumraun sína hjá UFC um helgina. UFC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Hardy sem á skrautlega fortíð. 18. janúar 2019 13:00
Mætti á sviðið með Ólympíugull um hálsinn og „snák“ í poka | Myndband Það er rosalegur bardagi á dagskrá hjá UFC um helgina er tveir meistarar mætast. Þeir hittust í gær og sú uppákoma var afar sérstök. 18. janúar 2019 15:45
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti