Sport

Conor vill berjast við Japanann sem Mayweather pakkaði saman

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor er orðinn tveggja barna faðir og vill aðeins þykkja veskið sitt.
Conor er orðinn tveggja barna faðir og vill aðeins þykkja veskið sitt. vísir/getty

Conor McGregor ætlar sér að elta peningaslóðina sem Floyd Mayweather bjó til í Japan á dögunum.

Þá boxaði Mayweather gegn japanska sparkboxaranum Tenshin Nasukawa. Það tók Mayweather ekki nema 140 sekúndur að klára Japanann sem er auðvitað enginn hnefaleikakappi. Bardaginn var vandræðalegur fyrir þann japanska.

Mayweather rakaði inn einum og hálfum milljarði á þessum bardaga sem var einn sá léttasti sem Bandaríkjamaðurinn hefur tekið þátt í.Conor ætlar sér þó ekki að boxa við Japanann heldur vill hann mæta honum í MMA-bardaga. Það ætti að verða jafnari leikur.

Nasukawa er stórstjarna Rizin-samtakanna og mikil stjarna í Asíu. Bardagi hans gegn Conor myndi því skila Íranum miklum peningum.

Eins og sjá má hér að ofan þá vill Conor að þessi bardagi fari fram fyrir sumarið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.