Björgvin fyrstur upp að Steini á undir 28 mínútum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. maí 2019 15:03 Björgvin Karl Guðmundsson er talinn sigurstranglegastur í karlaflokki á mótinu. Vísir/Daníel Björgvin Karl Guðmundsson og Þuríður Erla Helgadóttir sigruðu í Esjuhlaupinu á Reykjavík Crossfit Championship í hádeginu í dag. Um er að ræða fyrstu keppnisgreinina á mótinu sem fram fer alla helgina í Laugardalnum. Björgvin hljóp upp að Steini á tæplega 28 mínútum sem óhætt er að segja að sé flottur tími. Raunar hans besti en hans besti tími var tæplega 30 mínútur. Þuríður Erla var tæplega 32 mínútur með vegalengdina. Í karlaflokki var einn annar Íslendingur meðal 10 efstu. Það var Hinrik Ingi Óskarsson sem var 28:32 mínútur að Steini. Í kvennaflokki voru alls þrjár konur meðal þeirra efstu; fyrrnefnd Þuríður, Jóhanna Júlía Júlíusdóttir sem var 32:48 mínútur og Sandra Hrönn Arnardóttir sem hljóp upp að Steini á 34:06 mínútum. Í töflunni hér að neðan má sjá bestu tíma dagsins.Í ítarlegri umfjöllun Vísis í vikunni um Esjuhlaup kom fram að besti tíminn sem vitað er af, lengri leiðina upp að Steini sem hlaupin var í dag, sé 25 mínútur og 22 sekúndur. Utanvegahlauparinn Þorbergur Ingi Jónsson, sem setti met í Mt. Esja Ultra-hlaupinu í fyrra þegar hann hljóp ellefu sinnum upp Esjuna á 9 klukkustundum og 39 mínútum, tjáði Vísi að hann ætti von á að einhverjir keppendur myndu sprengja sig. Hann átti ekki von á að CrossFit-keppendur myndu bæta bestu tíma hlaupara upp að Steini. CrossFit-keppendur væru margir hverjir í fantaformi og góðir í mörgu, en þó þyngri heldur en hefðbundnir hlauparar. „Stórir vöðvar taka súrefni og það er svolítill flöskuháls í þessu. En það verður gaman að fylgjast með þessu. Það verða einhverjir þarna mjög hraðir, ég gæti trúað því, en ég held að ansi margir sprengi sig þarna, drepi sig gjörsamlega.“ Keppni verður framhaldið síðdegis í Laugardalshöll klukkan sex en dyrnar á Laugardalshöll verða opnaðar klukkan fjögur. Streymt verður beint frá keppninni á Facebook-síðu hennar.Fréttin hefur verið uppfærð. CrossFit Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Reyndur Esjuhlaupari telur að CrossFit-keppendur sprengi sig gjörsamlega upp að Steini Venjuleg ganga upp að Steini tekur rúman klukkutíma en búist við að CrossFit-keppendur verði í um 30 mínútur þangað upp. 1. maí 2019 22:50 Hakkarar og svindlarar herja á Reykjavík CrossFit-mótið Svo virðist sem hakkarar reyni að hafa upp á kortaupplýsingum fólks í tengslum við Reykjavík Crossfit Championship mótið sem hefst í höfuðborginni í dag. 3. maí 2019 12:13 Biðjast afsökunar á straumleysinu frá Esjunni Forsvarsmenn Reykjavík Crossfit Championship harma að ekki hafi tekist að sýna beint frá Esjuhlaupinu, fyrstu grein mótsins, sem fram fór í hádeginu. 3. maí 2019 13:32 Íslendingar fá að sjá Anníe Mist og Katrínu Tönju keppa hvor við aðra á laugardaginn Fyrsta alþjóðlega stórmótið í CrossFit hér á landi fer fram í Reykjavík um helgina og í boði eru sæti á heimsleikunum í Madison í haust. 2. maí 2019 08:30 Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Fleiri fréttir „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson og Þuríður Erla Helgadóttir sigruðu í Esjuhlaupinu á Reykjavík Crossfit Championship í hádeginu í dag. Um er að ræða fyrstu keppnisgreinina á mótinu sem fram fer alla helgina í Laugardalnum. Björgvin hljóp upp að Steini á tæplega 28 mínútum sem óhætt er að segja að sé flottur tími. Raunar hans besti en hans besti tími var tæplega 30 mínútur. Þuríður Erla var tæplega 32 mínútur með vegalengdina. Í karlaflokki var einn annar Íslendingur meðal 10 efstu. Það var Hinrik Ingi Óskarsson sem var 28:32 mínútur að Steini. Í kvennaflokki voru alls þrjár konur meðal þeirra efstu; fyrrnefnd Þuríður, Jóhanna Júlía Júlíusdóttir sem var 32:48 mínútur og Sandra Hrönn Arnardóttir sem hljóp upp að Steini á 34:06 mínútum. Í töflunni hér að neðan má sjá bestu tíma dagsins.Í ítarlegri umfjöllun Vísis í vikunni um Esjuhlaup kom fram að besti tíminn sem vitað er af, lengri leiðina upp að Steini sem hlaupin var í dag, sé 25 mínútur og 22 sekúndur. Utanvegahlauparinn Þorbergur Ingi Jónsson, sem setti met í Mt. Esja Ultra-hlaupinu í fyrra þegar hann hljóp ellefu sinnum upp Esjuna á 9 klukkustundum og 39 mínútum, tjáði Vísi að hann ætti von á að einhverjir keppendur myndu sprengja sig. Hann átti ekki von á að CrossFit-keppendur myndu bæta bestu tíma hlaupara upp að Steini. CrossFit-keppendur væru margir hverjir í fantaformi og góðir í mörgu, en þó þyngri heldur en hefðbundnir hlauparar. „Stórir vöðvar taka súrefni og það er svolítill flöskuháls í þessu. En það verður gaman að fylgjast með þessu. Það verða einhverjir þarna mjög hraðir, ég gæti trúað því, en ég held að ansi margir sprengi sig þarna, drepi sig gjörsamlega.“ Keppni verður framhaldið síðdegis í Laugardalshöll klukkan sex en dyrnar á Laugardalshöll verða opnaðar klukkan fjögur. Streymt verður beint frá keppninni á Facebook-síðu hennar.Fréttin hefur verið uppfærð.
CrossFit Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Reyndur Esjuhlaupari telur að CrossFit-keppendur sprengi sig gjörsamlega upp að Steini Venjuleg ganga upp að Steini tekur rúman klukkutíma en búist við að CrossFit-keppendur verði í um 30 mínútur þangað upp. 1. maí 2019 22:50 Hakkarar og svindlarar herja á Reykjavík CrossFit-mótið Svo virðist sem hakkarar reyni að hafa upp á kortaupplýsingum fólks í tengslum við Reykjavík Crossfit Championship mótið sem hefst í höfuðborginni í dag. 3. maí 2019 12:13 Biðjast afsökunar á straumleysinu frá Esjunni Forsvarsmenn Reykjavík Crossfit Championship harma að ekki hafi tekist að sýna beint frá Esjuhlaupinu, fyrstu grein mótsins, sem fram fór í hádeginu. 3. maí 2019 13:32 Íslendingar fá að sjá Anníe Mist og Katrínu Tönju keppa hvor við aðra á laugardaginn Fyrsta alþjóðlega stórmótið í CrossFit hér á landi fer fram í Reykjavík um helgina og í boði eru sæti á heimsleikunum í Madison í haust. 2. maí 2019 08:30 Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Fleiri fréttir „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Sjá meira
Reyndur Esjuhlaupari telur að CrossFit-keppendur sprengi sig gjörsamlega upp að Steini Venjuleg ganga upp að Steini tekur rúman klukkutíma en búist við að CrossFit-keppendur verði í um 30 mínútur þangað upp. 1. maí 2019 22:50
Hakkarar og svindlarar herja á Reykjavík CrossFit-mótið Svo virðist sem hakkarar reyni að hafa upp á kortaupplýsingum fólks í tengslum við Reykjavík Crossfit Championship mótið sem hefst í höfuðborginni í dag. 3. maí 2019 12:13
Biðjast afsökunar á straumleysinu frá Esjunni Forsvarsmenn Reykjavík Crossfit Championship harma að ekki hafi tekist að sýna beint frá Esjuhlaupinu, fyrstu grein mótsins, sem fram fór í hádeginu. 3. maí 2019 13:32
Íslendingar fá að sjá Anníe Mist og Katrínu Tönju keppa hvor við aðra á laugardaginn Fyrsta alþjóðlega stórmótið í CrossFit hér á landi fer fram í Reykjavík um helgina og í boði eru sæti á heimsleikunum í Madison í haust. 2. maí 2019 08:30