NFL-leikmaður missti höndina en er þakklátur fyrir að vera á lífi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 11:00 Kendrick Norton á sjúkrahúsinu en hann missti vinstri höndina í slysinu. Skjámynd/CBS4 Kendrick Norton var kominn alla leið í NFL-deildina og átti framtíðina fyrir sér. Hann spilar ekki í deildinni á næsta tímabili eða það sem eftir lifir æfi sínar. Kendrick Norton var heppinn að sleppa lifandi úr bílslysi á Flórída fyrir rúmri viku. Hann gaf sitt fyrsta viðtal eftir slysið þegar hann hitti sjónvarpsmanninn Peter D’Oench á CBS4 í Miami.Coming up on the CBS4 News at 5pm, injured @MiamiDolphins player Kendrick Norton sat down for an exclusive interview with @peterdoenchcbs4. Read the latest at https://t.co/VxYvV4TKzXpic.twitter.com/8ovhvGvpeO — CBS4 Miami (@CBSMiami) July 11, 2019 Norton gerir sér fulla grein fyrir því að draumurinn um að spila sem atvinnumaður er dáinn. Hann missti vinstri höndina í slysinu en ætlar sér að ná sem mestu út úr sínu lífi og tekur örlögum sínum af yfirvegun. Norton er aðeins 22 ára gamall og lék með Miami Dolphins í NFL-deildinni á síðasta tímabili. „Ég ætla að vera sterkur vegna allrar hvatningarinnar sem ég hef fengið frá öllum aðdáendunum, öllum liðunum, fjölskyldu minni og öllum. Það er þessi stuðningur sem rekur mig áfram ásamt trúnni, stuðningi frá fjölskyldunnar og stuðning frá umboðsmannsins mínum,“ sagði Kendrick Norton í viðtalinu. „Það eru allir tilbúnir að gera allt fyrir mig án þess að biðja um neitt í staðinn. Það er frábært að fá þennan stuðning frá fólki,“ sagði Norton. Slysið varð eftir klukkan eitt aðfaranótt 4. júlí. Trukkurinn sem Norton keyrði fór utan í bíl á frárein og endaði á steypuklump og valt. Norton hafði svínað á fyrrnefndan bíl og fékk sekt fyrir það. Norton vildi þó ekki tala um sjálft slysið í viðtalinu. Norton býr í Jacksonville þrátt fyrir að hafa spilað á Miami. Hann ætlar að líta á björtu hliðarnar. „Ég er á lífi og ég er hérna núna. Það er svo mikilvægt að geta séð fjölskyldu mína. Ég átta mig á því að ég mun ekki spila fótbolta fyrir neinn aftur. Ég er að átta mig á því. Ég er hins vegar á lífi og er þakklátur fyrir það. Ef það er eitthvað í glasinu þínu þá ertu í lagi. Það er fullt af fólki sem er ekki með mikið í glasinu sínu eða glösin þeirra eru bara tóm. Þú ert því í góðum málum þegar glasið þitt er hálffullt,“ sagði Norton. Það má sjá fréttina á CBS4 hér fyrir neðan. Bandaríkin NFL Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Hilmir hetja Viking liðsins í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Í beinni: Haukar - Njarðvík | Bikarinn á loft á Ásvöllum? Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Sjá meira
Kendrick Norton var kominn alla leið í NFL-deildina og átti framtíðina fyrir sér. Hann spilar ekki í deildinni á næsta tímabili eða það sem eftir lifir æfi sínar. Kendrick Norton var heppinn að sleppa lifandi úr bílslysi á Flórída fyrir rúmri viku. Hann gaf sitt fyrsta viðtal eftir slysið þegar hann hitti sjónvarpsmanninn Peter D’Oench á CBS4 í Miami.Coming up on the CBS4 News at 5pm, injured @MiamiDolphins player Kendrick Norton sat down for an exclusive interview with @peterdoenchcbs4. Read the latest at https://t.co/VxYvV4TKzXpic.twitter.com/8ovhvGvpeO — CBS4 Miami (@CBSMiami) July 11, 2019 Norton gerir sér fulla grein fyrir því að draumurinn um að spila sem atvinnumaður er dáinn. Hann missti vinstri höndina í slysinu en ætlar sér að ná sem mestu út úr sínu lífi og tekur örlögum sínum af yfirvegun. Norton er aðeins 22 ára gamall og lék með Miami Dolphins í NFL-deildinni á síðasta tímabili. „Ég ætla að vera sterkur vegna allrar hvatningarinnar sem ég hef fengið frá öllum aðdáendunum, öllum liðunum, fjölskyldu minni og öllum. Það er þessi stuðningur sem rekur mig áfram ásamt trúnni, stuðningi frá fjölskyldunnar og stuðning frá umboðsmannsins mínum,“ sagði Kendrick Norton í viðtalinu. „Það eru allir tilbúnir að gera allt fyrir mig án þess að biðja um neitt í staðinn. Það er frábært að fá þennan stuðning frá fólki,“ sagði Norton. Slysið varð eftir klukkan eitt aðfaranótt 4. júlí. Trukkurinn sem Norton keyrði fór utan í bíl á frárein og endaði á steypuklump og valt. Norton hafði svínað á fyrrnefndan bíl og fékk sekt fyrir það. Norton vildi þó ekki tala um sjálft slysið í viðtalinu. Norton býr í Jacksonville þrátt fyrir að hafa spilað á Miami. Hann ætlar að líta á björtu hliðarnar. „Ég er á lífi og ég er hérna núna. Það er svo mikilvægt að geta séð fjölskyldu mína. Ég átta mig á því að ég mun ekki spila fótbolta fyrir neinn aftur. Ég er að átta mig á því. Ég er hins vegar á lífi og er þakklátur fyrir það. Ef það er eitthvað í glasinu þínu þá ertu í lagi. Það er fullt af fólki sem er ekki með mikið í glasinu sínu eða glösin þeirra eru bara tóm. Þú ert því í góðum málum þegar glasið þitt er hálffullt,“ sagði Norton. Það má sjá fréttina á CBS4 hér fyrir neðan.
Bandaríkin NFL Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Hilmir hetja Viking liðsins í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Í beinni: Haukar - Njarðvík | Bikarinn á loft á Ásvöllum? Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Sjá meira