Fótbolti

Wenger: Ég mun ræða við Bayern í næstu viku

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal. vísir/getty
Arsene Wenger mun ræða við Bayern Munchen í næstu viku og möguleiki er á því að hann verði næsti knattspyrnustjóri liðsins.

Bayern rak Niko Kovac úr starfi um síðustu helgi og fyrr í vikunni bárust þær fregnir að Wenger væri ekki á lista Bæjara yfir mögulega stjóra liðsins.

Það er þó ekki rétt en Frakkinn fékk hringingu frá Þýskalandi í vikunni. Hann hefur ekki þjálfað síðan hann hætti með Arsenal sumarið 2018.

„Ég er ekki með neinn umboðsmann svo það getur enginn talað fyrir mína hönd. Ég hef þekkt Franz Beckenbauer, Karl-Heinz Rummenigge and Uli Hoeness í 40 ár,“ sagði Wenger við BeIN Sports.

„Árnagur félagsins hefur verið byggt á rosalegum hæfileika, heiðarleika og einfaldleika. Við höfum alltaf sagt sannleikann okkar á milli þegar þess hefur þurft.“„Hvað gerðist? Nafn mitt kom upp. Á miðvikudaginn hringdi Rummenigge og ég gat ekki svarað strax, svo ég hringdi í hann til baka. Hann var í bíl á leiðinni gegn Olympiakos.“

Bayern vann sigur á Olympiakos á heimavelli í Meistaradeildinni í vikunni og mætir Dortmund í stórleik í þýska boltanum á morgun. Hans-Dieter Flick stýrir liðinu í þessum tveimur leikjum.

„Við töluðum í fjórar eða fimm mínútur. Hann sagði mér að þeir hefðu ráðið Flick til þess að stýra liðinu í næstu tveimur leikjum. Hann spurði mig hvort ég hefði áhuga á starfinu.“

„Ég sagði við hann að ég hafi ekki hugsað út í það og þyrfti smá tíma til þess. Við ákváðum að tala saman í næstu viku því ég er í Doha þangað til á sunnudagskvöldið. Það er sanna sagan,“ sagði Frakkinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.