Innlent

Snjósöfnun næstu daga

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Búast má við snjósöfnun á norðanverðu landinu næstu daga.
Búast má við snjósöfnun á norðanverðu landinu næstu daga. Vísir/vilhelm
Kort Veðurstofunnar fyrir vikuna eru vetrarleg. Jörð er nú þegar orðin hvít á norðanverðu landinu og má þar búast við éljagangi í dag. Ekki er loku fyrir það skotið að él muni jafnframt gera vart við sig syðst á landinu fram að hádegi. Að öðru leyti er búist við bjartviðri sunnan- og vestanlands.Gert er ráð fyrir að hvessi eftir því sem líður á daginn og að vindhraðinn verði um 10 til 18 m/s síðdegis. Það verður hvassast norðvestantil í dag en suðaustanlands á morgun.Útlit er fyrir áframhaldandi kalda norðanátt fram á föstudag, en þá gerir Veðurstofan ráð fyrir að éljagangurinn muni ganga niður á norðanverðu landinu. Snjósöfnun verður nokkur næstu daga og má búast við „vetraraðstæðum norðantil á landinu“ eins og veðurfræðingur kemst að orði: hálku, skafrenningi og lélegu skyggni á köflum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Norðanátt 10-18 m/s, hvassast með suðausturströndinni. Dálítil él á norðanverðu landinu, en léttskýjað sunnantil. Frost 1 til 8 stig.Á fimmtudag:

Norðan 13-20 og él, en yfirleitt þurrt um landið sunnanvert. Frost 0 til 6 stig.Á föstudag:

Norðanátt, víða 8-13 m/s, og bjart veður, en dálítil él norðaustantil á landinu. Áfram kalt í veðri.Á laugardag (fyrsti vetrardagur):

Hæg breytileg átt, víða léttskýjað og frost um allt land.Á sunnudag:

Vestlæg átt og skýjað en þurrt um vestanvert landið en léttskýjað austantil. Hlýnandi veður.Á mánudag:

Vestanátt og skúrir, en þurrt um austanvert landið. Hiti 2 til 7 stig.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.