Innlent

Bein útsending: Árið 2019 gert upp í Kryddsíld

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar

Hin árlega Kryddsíld verður í beinni útsendingu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni að vanda, í dag. Þátturinn hefst klukkan 14 og stendur til klukkan 16.

Kryddsíldin hefur verið fastur liður í áramótahefðum margra Íslendinga í áraraðir en henni er nú sjónvarpað 29. árið í röð.

Farið verður yfir fréttaárið, rætt við stjórnmálafólk og boðið upp á skemmtiatriði. Rýnt verður í fortíð og framtíð og ýmislegt fleira auk þess sem fréttastofa velur mann ársins.

Hægt verður að fylgjast með beinu útsendingunni í spilaranum hér fyrir ofan á slaginu tvö.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.