Erlent

Grátandi og yfirgefinn í ókunnu landi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Landamæravörður heldur hér á drengnum.
Landamæravörður heldur hér á drengnum. Landamæraeftirlit Bandaríkjanna
Fylgdarlaus þriggja ára flótta­dreng­ur fannst grát­andi á göngu í Texas í gærmorgun. Hann er eitt þeirra 9000 barna sem hafa verið stöðvuð á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó frá áramótum. 

Bandarískir landamæraverðir gengu fram á drenginn í dal einum skammt frá borginni Brownsville í Texas á þriðjudagsmorgunn. Að sögn bandarískra miðla var búið að skrifa nafn drengsins og símanúmer á skósóla hans en þrátt fyrir það hefur ekki tekist að hafa upp á aðstandendum drengsins.

Talið er að hann hafi verið hluti hóps sem hugði á nýtt líf í Bandaríkjunum en að hópurinn hafi tvístrast þegar hann varð landamæravarða var. Drengurinn hefur sjálfur ekki getað varpað ljósi á þessar kenningar.

Hann dvelur nú í landamæramiðstöð í Texas undir handleiðslu félagsráðgjafa og fulltrúa bandarískra barnaverndaryfirvalda, sem segja drenginn vera við hestaheilsu og algjörlega óskaddaðan eftir ferðalagið.

Hann er einn þeirra rúmlega 200 þúsund einstaklinga sem bandarískir landamæraverðir hafa stöðvað frá ársbyrjun, þar af voru um 9000 fylgdarlaus börn. Þetta er mesti fjöldi sem stöðvaður hefur verið á suðvesturlandamærum Bandaríkjanna frá árinu 2014 og segja talsmenn landamæraeftirlitsins að þeir eigi í mestu vandræðum með að greiða úr málum þessa fjölmenna hóps.


Tengdar fréttir

Fóru til að hitta börn sín en hafa verið í haldi í mánuð

Fyrr í þessum mánuði ferðuðust foreldrar barna frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. Þar ætluðu þau sér að hitta börn sín, sem tekin voru af þeim við landamæri Bandaríkjanna í fyrra, og báðu um að fá að halda hælisumsóknum sínum áfram.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.