Íslenski boltinn

Fimleikafélagið: „Gat ekki boðið fólki í kringum mig lengur upp á þetta lengur“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarni varð tvisvar Íslandsmeistari með FH (2015 og 2016).
Bjarni varð tvisvar Íslandsmeistari með FH (2015 og 2016). Mynd/Obbosí
Þriðji þáttur annarrar seríu Fimleikafélagsins er kominn út.

Bjarna Þór Viðarssyni er fylgt eftir í þættinum en hann hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna vegna erfiðra meiðsla.

Í þættinum er Bjarna fylgt eftir í endurhæfingu, vinnunni í barnafataversluninni Bíum Bíum og á æskuslóðunum í Hafnarfirði. Þá er fylgst með blaðamannafundi þar sem Bjarni var kynntur sem einn af sérfræðingum Símans um enska boltann.

Í lok þáttarins greinir Bjarni svo frá þeirri ákvörðun sinni að leggja skóna á hilluna.

„Já, ég er hættur. Ég hef ekki sagt mörgum það en ákvað um daginn með konunni að ég gæti ekki boðið fólki í kringum mig upp á þetta lengur,“ segir Bjarni.

„Ég er búinn að vera mikið meiddur. Þegar ég var úti voru 2-3 ár af ferlinum þar sem ég var bara fjarverandi. Það er erfitt að mæta í sjúkraþjálfun á hverjum einasta degi. Síðan þetta slys hérna á Íslandi. Ég er bara ekki búinn að ná mér og mun ekki ná mér fyrr en eftir marga mánuði þannig ég hef tekið þá ákvörðun að hætta. Ég hef alltaf saknað þess að spila, sérstaklega fyrir FH.“

Bjarni sneri aftur til FH 2015 eftir rúman áratug erlendis. Hann varð Íslandsmeistari með FH 2015 og 2016. Bjarni var fyrirliði íslenska U-21 árs landsliðsins sem keppti á EM í Danmörku 2011. Þá lék hann einn A-landsleik.

Þriðja þátt annarrar seríu Fimleikafélagsins má sjá í heild sinni fyrir neðan.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×