"Verði af virkjun munu drunurnar hverfa og í stað hvítu ábreiðunnar blasir við veiklulegur strengur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. maí 2018 08:33 Þessa mynd birtir Tómas með grein sinni. Til vinstri sést fossinn Drynjandi síðastliðið sumar en til hægri er tölvugerð mynd eins og ætla megi að fossinn líti út eftir virkjun Hvalár. tómas guðbjartsson Tómas Guðbjartsson, læknir og náttúruverndarsinni, segir meirihluta sveitarstjórnar Árneshrepps, með Evu Sigurbjörnsdóttur, sveitarstjóra, í broddi fylkingar „leggja allt í sölurnar til að þröngva í gegn umdeildri og óafturkræfri framkvæmd.“ Þetta kemur fram í grein sem Tómas ritar í Fréttablaðið í dag en umfjöllunarefnið er Hvalárvirkjun sem vissulega er umdeild en þrír af fimm fulltrúum sveitarstjórnar Árneshrepps styðja framkvæmdina. Hinir tveir eru henni mótfallnir. Í greininni, sem ber yfirskriftina „Náttúrulaus umræða í boði Vesturverks“, spyr Tómas hvar raddir þeirra Vestfirðinga séu sem vilji staldra við og leyfa nátturunni að njóta vafans. Tómas segist vita að þessir raddir séu til en segir vert að íhuga hvers vegna „raddir þeirra sem vilja vernda ósnortnu víðernin upp af Ófeigsfirði hafa ekki verið meira áberandi á Vestfjörðum.“Segir ekkert fast í hendi um hringtengingu rafmagnslína á Vestfjörðum Hann segir svo: „Þessi víðerni eru við þröskuld mestu náttúrugersema Vestfjarða, Drangaskarða og friðlandsins á Hornströndum. Gæti skýringin verið sú að valdamiklir aðilar innan kjördæmisins vilja stýra umræðunni? Nýlega sendi Vesturverk snotran bækling inn á öll heimili á Vestfjörðum. Þar eru kostir virkjunar tíundaðir með aðaláherslu á aukið rafmagnsöryggi á Vestfjörðum. Aukið rafmagnsöryggi er vissulega brýnt úrlausnarefni fyrir Vestfirðinga en Hvalárvirkjun mun ekki leysa þann vanda. Lítið er rætt um hringtengingu rafmagnslína á Vestfjörðum, sem lengi vel var ein helsta röksemdin með virkjun, en þau rök virðast nú hafa misst vægi – enda ekkert fast í hendi um framkvæmd slíkrar hringtengingar. Sama á við um fjölda langtímastarfa við virkjunina sem talsvert var gert úr um hríð en verða líklega engin. Loforð um aukið afhendingaröryggi rafmagns og aukna atvinnu fyrir Vestfirðinga eru því orðin tóm. Í sama bæklingi lofar Vesturverk að verði af virkjun muni þeir sjá um að klæða skólahúsið í Árneshreppi og leggja hitaveitu og þriggja fasa rafmagn í Norðurfjörð.“Tómas Guðbjartsson er hjartaskurðlæknir á Landspítala og náttúruverndarsinni.LANDSPÍTALI„Ómetanleg verðmæti“ Tómas fjallar síðan um fossinn Drynjandi í Hvalá. Hann kveðst ekki trúa því að Vestfirðingar vilji fórna svona „Gullfossi“ fyrir megavött til handa stóriðju. „Enn dapurlegra er þó fyrirheit verktakans um að opna fyrir rennsli í Hvalá yfir hásumarið þannig að ferðamenn geti notið fossins Drynjanda með fullu vatnsrennsli, en verði af virkjun verður rennsli í honum að jafnaði aðeins 5% af meðalrennsli. Drynjandi er einn af fimm fossum á þessu svæði sem eru ómetanlegir og á heimsmælikvarða. Nafn sitt dregur fossinn af drununum sem myndast þegar vatnið fellur beljandi niður í næstum 100 metra djúp árgljúfrin sem eru með þeim tilkomumestu á Vestfjörðum. Verði af virkjun munu drunurnar hverfa og í stað hvítu ábreiðunnar blasir við veiklulegur strengur. Ég trúi því ekki að Vestfirðingar vilji fórna svona „Gullfossi“ fyrir megavött til stóriðju – enda gæti hann óvirkjaður, ásamt mörgum öðrum fossum á svæðinu, skapað íbúum Árneshrepps og Vestfirðingum öllum ómetanleg verðmæti. Náttúran getur nefnilega verið meira virði ósnortin til lengri tíma en virkjuð. Munum af hverju ferðaþjónusta er orðin helsta tekjulind Íslendinga í dag. Veigamestu rökin fyrir verndun svæðisins eru þó að gefa komandi kynslóðum Íslendinga og ferðamanna færi á að njóta þessara einstöku náttúrugersema fremur en að selja þær erlendum auðjöfrum og auðsveipum umboðsmönnum þeirra.“ Grein Tómasar má lesa í heild sinni hér og í spilaranum hér fyrir neðan má hlusta á viðtal við hann í Bítinu á Bylgjunni í morgun vegna málsins. Hornstrandir Tengdar fréttir Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef 40 þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. 17. maí 2018 12:45 Ellefu lögheimilisskráningar í Árneshrepp felldar niður Ellefu uppfylla ekki skilyrði Þjóðskrár Íslands um að hafa fasta búsetu á Árneshreppi. 18. maí 2018 17:36 Stórar ákvarðanir bíða hreppsnefndar Varaoddvitinn í Árneshreppi þar sem hart er deilt um fyrirhugaða Hvalárvirkjun segir þá sem skráð hafa lögheimili sitt í hreppinn að undanförnu hljóta að hafa gert það til að taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum. Hann viti þó ekki hvað þetta fólk ætli sér að kjósa. 18. maí 2018 06:00 Neitar því að Vesturverk hafi svarað fyrir Árneshrepp Umhverfissamtökin Rjúkandi birtu í dag tölvupóstsamskipti oddvita Árneshrepps og stjórnenda Vesturverks vegna Hvalárvirkjunar. 20. maí 2018 20:15 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, læknir og náttúruverndarsinni, segir meirihluta sveitarstjórnar Árneshrepps, með Evu Sigurbjörnsdóttur, sveitarstjóra, í broddi fylkingar „leggja allt í sölurnar til að þröngva í gegn umdeildri og óafturkræfri framkvæmd.“ Þetta kemur fram í grein sem Tómas ritar í Fréttablaðið í dag en umfjöllunarefnið er Hvalárvirkjun sem vissulega er umdeild en þrír af fimm fulltrúum sveitarstjórnar Árneshrepps styðja framkvæmdina. Hinir tveir eru henni mótfallnir. Í greininni, sem ber yfirskriftina „Náttúrulaus umræða í boði Vesturverks“, spyr Tómas hvar raddir þeirra Vestfirðinga séu sem vilji staldra við og leyfa nátturunni að njóta vafans. Tómas segist vita að þessir raddir séu til en segir vert að íhuga hvers vegna „raddir þeirra sem vilja vernda ósnortnu víðernin upp af Ófeigsfirði hafa ekki verið meira áberandi á Vestfjörðum.“Segir ekkert fast í hendi um hringtengingu rafmagnslína á Vestfjörðum Hann segir svo: „Þessi víðerni eru við þröskuld mestu náttúrugersema Vestfjarða, Drangaskarða og friðlandsins á Hornströndum. Gæti skýringin verið sú að valdamiklir aðilar innan kjördæmisins vilja stýra umræðunni? Nýlega sendi Vesturverk snotran bækling inn á öll heimili á Vestfjörðum. Þar eru kostir virkjunar tíundaðir með aðaláherslu á aukið rafmagnsöryggi á Vestfjörðum. Aukið rafmagnsöryggi er vissulega brýnt úrlausnarefni fyrir Vestfirðinga en Hvalárvirkjun mun ekki leysa þann vanda. Lítið er rætt um hringtengingu rafmagnslína á Vestfjörðum, sem lengi vel var ein helsta röksemdin með virkjun, en þau rök virðast nú hafa misst vægi – enda ekkert fast í hendi um framkvæmd slíkrar hringtengingar. Sama á við um fjölda langtímastarfa við virkjunina sem talsvert var gert úr um hríð en verða líklega engin. Loforð um aukið afhendingaröryggi rafmagns og aukna atvinnu fyrir Vestfirðinga eru því orðin tóm. Í sama bæklingi lofar Vesturverk að verði af virkjun muni þeir sjá um að klæða skólahúsið í Árneshreppi og leggja hitaveitu og þriggja fasa rafmagn í Norðurfjörð.“Tómas Guðbjartsson er hjartaskurðlæknir á Landspítala og náttúruverndarsinni.LANDSPÍTALI„Ómetanleg verðmæti“ Tómas fjallar síðan um fossinn Drynjandi í Hvalá. Hann kveðst ekki trúa því að Vestfirðingar vilji fórna svona „Gullfossi“ fyrir megavött til handa stóriðju. „Enn dapurlegra er þó fyrirheit verktakans um að opna fyrir rennsli í Hvalá yfir hásumarið þannig að ferðamenn geti notið fossins Drynjanda með fullu vatnsrennsli, en verði af virkjun verður rennsli í honum að jafnaði aðeins 5% af meðalrennsli. Drynjandi er einn af fimm fossum á þessu svæði sem eru ómetanlegir og á heimsmælikvarða. Nafn sitt dregur fossinn af drununum sem myndast þegar vatnið fellur beljandi niður í næstum 100 metra djúp árgljúfrin sem eru með þeim tilkomumestu á Vestfjörðum. Verði af virkjun munu drunurnar hverfa og í stað hvítu ábreiðunnar blasir við veiklulegur strengur. Ég trúi því ekki að Vestfirðingar vilji fórna svona „Gullfossi“ fyrir megavött til stóriðju – enda gæti hann óvirkjaður, ásamt mörgum öðrum fossum á svæðinu, skapað íbúum Árneshrepps og Vestfirðingum öllum ómetanleg verðmæti. Náttúran getur nefnilega verið meira virði ósnortin til lengri tíma en virkjuð. Munum af hverju ferðaþjónusta er orðin helsta tekjulind Íslendinga í dag. Veigamestu rökin fyrir verndun svæðisins eru þó að gefa komandi kynslóðum Íslendinga og ferðamanna færi á að njóta þessara einstöku náttúrugersema fremur en að selja þær erlendum auðjöfrum og auðsveipum umboðsmönnum þeirra.“ Grein Tómasar má lesa í heild sinni hér og í spilaranum hér fyrir neðan má hlusta á viðtal við hann í Bítinu á Bylgjunni í morgun vegna málsins.
Hornstrandir Tengdar fréttir Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef 40 þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. 17. maí 2018 12:45 Ellefu lögheimilisskráningar í Árneshrepp felldar niður Ellefu uppfylla ekki skilyrði Þjóðskrár Íslands um að hafa fasta búsetu á Árneshreppi. 18. maí 2018 17:36 Stórar ákvarðanir bíða hreppsnefndar Varaoddvitinn í Árneshreppi þar sem hart er deilt um fyrirhugaða Hvalárvirkjun segir þá sem skráð hafa lögheimili sitt í hreppinn að undanförnu hljóta að hafa gert það til að taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum. Hann viti þó ekki hvað þetta fólk ætli sér að kjósa. 18. maí 2018 06:00 Neitar því að Vesturverk hafi svarað fyrir Árneshrepp Umhverfissamtökin Rjúkandi birtu í dag tölvupóstsamskipti oddvita Árneshrepps og stjórnenda Vesturverks vegna Hvalárvirkjunar. 20. maí 2018 20:15 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef 40 þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. 17. maí 2018 12:45
Ellefu lögheimilisskráningar í Árneshrepp felldar niður Ellefu uppfylla ekki skilyrði Þjóðskrár Íslands um að hafa fasta búsetu á Árneshreppi. 18. maí 2018 17:36
Stórar ákvarðanir bíða hreppsnefndar Varaoddvitinn í Árneshreppi þar sem hart er deilt um fyrirhugaða Hvalárvirkjun segir þá sem skráð hafa lögheimili sitt í hreppinn að undanförnu hljóta að hafa gert það til að taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum. Hann viti þó ekki hvað þetta fólk ætli sér að kjósa. 18. maí 2018 06:00
Neitar því að Vesturverk hafi svarað fyrir Árneshrepp Umhverfissamtökin Rjúkandi birtu í dag tölvupóstsamskipti oddvita Árneshrepps og stjórnenda Vesturverks vegna Hvalárvirkjunar. 20. maí 2018 20:15